Jump to content
íslenska

EKKI - ástarsaga

EKKI - ástarsaga
Author
Haraldur Jónsson
Publisher
Bjartur
Place
Reykjavík
Year
2001
Category
Novels

Af bókarkápu um bókina:

EKKI - ástarsaga er nýstárlegt verk um samband karls og konu, nálægðina, fjarlægðirnar og hlutverkin sem hafa okkur á valdi sínu.

Úr EKKI - ástarsögu:

Þegar ég fer út með ruslið er næturfrostið byrjað að læsa sig í jörðina. Það sindrar á grasið og agnarsmáir glampar kallast á við stjörnubjartan himininn fyrir ofan. Ég sé ekki bæði himin og jörð á sama tíma þar sem húsin í hverfinu standa mjög þétt. Það er óvenjulega kalt miðað við árstíma og ég flýti mér aftur inn. Eftir því sem ég geng hraðar glampa ískristallarnir örar fyrir framan mig.
Þetta hlýtur að verða í lagi hjá okkur.

*

Við förum stundum í svo óvæntar stellingar að það er engu líkara en vð séum að finna upp nýtt starfróf.
Ég er einn bókstafur og hún annar. Þegar við hreyfum okkur og komum við hvort annað búum við til orð og setningar eða alveg eftir því hvað líður langur tími á milli stellinga. Við blöndum saman bókstöfum og tölum saman án þess að segja nokkuð með orðum úr orðabókinni. Þegar ég heyri í henni hreyfist tungan ekki til að mynda orð heldur bara til að snúast utan um mína. Samræðurnar eru dulkóðaðar og við getum ekki rætt það sem við vorum að gera þegar við höfum falið okkur innan í fötunum.

(s. 48-49)

More from this author

Björk

Read more

Fylgjur

Read more

stundum alltaf

Read more