Beint í efni

Á háskaslóð

Á háskaslóð
Höfundur
Eyvindur P. Eiríksson
Útgefandi
Mál og menning
Staður
Reykjavík
Ár
1993
Flokkur
Barnabækur

Úr Á háskaslóð:

Í frí til Danmerkur

Við bræðurnir teygðum okkur sitt á hvað til að sjá sem best út um gluggana. Við erum alltaf að rífast og slást, segir mamma, en samt kemur okkur alltaf saman. Nú sátum við í flugvélinni sem átti að lenda í Kaupmannahöfn eftir fimmtán mínútur.
 Hvaða við? Jú, ég og Gaggi bróðir og pabbi okkar. Nei, ekki mamma, hún er svo mikið í félagsmálum og kvennamálum og allskonar málum, hún ætlaði á einhverja ráðstefnu í Noregi. En það er oft betra að vera með pabba sínum og mömmu hvoru í sínu lagi, eiginlega. Pabbi var búinn að vera að skipuleggja í allan vetur, skipuleggja siglingu á seglskútu. Lúxussiglingu, sagði hann, en það passaði nú ekki alveg.
 Ég reyndi að fá vinnu svo að ég ætti einhvern tíma pening, en það er ekki auðvelt þegar maður er ekki eldri en þetta, þó að maður sé stór og sterkur. Þegar pabbi var ungur fékk hver sem er vinnu, það segir hann. Þeir hljóta allir að hafa verið hoppandi glaðir. Pabbi minnist þess samt ekki að menn hafi verið neitt glaðari þá en núna.

(s. 5)

Fleira eftir sama höfund

Sjálfgefinn fugl I, leikverk

Lesa meira

Hvenær?

Lesa meira

Meðan skútan skríður

Lesa meira

Landið handan fjarskans

Lesa meira

Glass : Saga af glæpum og glöpum

Lesa meira

P - árbók III : þriggjagatabók, samanfiskað eiginhöfundarverk

Lesa meira