Jump to content
íslenska

Ævintýrið við alheimstjörnina (The Adventure of the Cosmic Pond)

Ævintýrið við alheimstjörnina (The Adventure of the Cosmic Pond)
Author
Guðjón Sveinsson
Publisher
Skjaldborg
Place
Akureyri
Year
1982
Category
Children‘s books

Úr Ævintýrið við alheimstjörnina : Sagan um Olgeir Íshólmakóng, Rúbín rauða, Bríkó bláa, Kiban og alla hina fuglana:

Gamla uglan sat hrægingarlaus drykklanga stund, síðan mælti hún: - Ég mundi trúlega vera eina lífveran, sem kann þessa konst, en vita máttu það, voldugi keisari, að þessi dreki gæti tekið af þér völdin, ef mistök eiga sér stað í meðhöndlan hans. Ég er orðin gömul og grá og mín ævi brátt á enda, en ég vil vara við hættunni. - Öllu fylgir áhætta, svaraði Rúbín rauði. - Þú tekur þá til starfa? - Víst skal svo vera, svaraði gamla uglan. - Ég á Bríkó grátt að gjalda - og jafnvel fleirum, tautaði hún lágt, enda átti kannski enginn að heyra það. Svo settist gamla uglan að í stóru tré úti á Stórusléttu og byrjaði konst sína. Vakti hún daga og nætur og þuldi langar formúlur yfir krukkum og kyrnum. Fjölmargir spörvar voru sendir vítt og breitt út um hvippinn og hvappinn að tína grös, fræ, ætisveppi og eitraða sveppi, köngulóarhöfuð og sporðdrekahala, marflær og músaskít og fleira og fleira, sem enginn kann að nefna, því þá gætum við búið sjálf til svona dreka. Gamla uglan setti sumt af þessu í kerin og kyrnurnar og það kraumaði og vall í þeim og undarlegar gufur stigu upp af öllu samsullinu. Já, það var sannarlega ýmislegt leyndardómsfullt við verkin í gamla, hola trénu og augnahvassir og óárennilegir ernir stóðu um það vörð, því gamla uglan vildi engan slettirekuskap.

(s. 21)

More from this author

Á afmæli konu minnar : 18. maí 2002 (On My Wife´s Birthday: May 18th 2002)

Read more

Með eitur í blóðinu (Poison in the Blood)

Read more

Ógnir Einidals (The Terrors in Einidalur)

Read more

Saga af Frans litla fiskastrák (The Story of Frans, the Little Fishboy)

Read more

Sagan af Daníel I : Undir bláu augliti eilífðarinnar (The Story of Daniel I: Under the Blue Eyes of Eternity)

Read more

Sagan af Daníel II : Vetur og vorbláar nætur (The Story of Daniel II: Nights of Winter and Blue Spring)

Read more

Sagan af Daníel III : Á bárunnar bláu slóð (The Story of Daniel III: On the Wave´s Blue Path)

Read more

Sagan af Daníel IV : Út úr blánóttinni (The Story of Daniel IV: Out of the Blue Night)

Read more

Kettlingurinn Fríða fantasía og rauða húsið í Reyniviðargarðinum (Frida Fantasia the Kitten and the Red House in the Ash Forest)

Read more