Jump to content
íslenska

Kamilla Vindmylla og svikamyllurnar (Kamilla Windmill and the traitors)

Kamilla Vindmylla og svikamyllurnar (Kamilla Windmill and the traitors)
Author
Hilmar Örn Óskarsson
Publisher
Bókabeitan
Place
Reykjavík
Year
Category
Children‘s books

Um bókina

Hin málglaða Kamilla Vindmylla er mætt aftur og þarf að kljást við algjörlega nýtt vandamál. Vandamál sem er furðulegt og framandi þótt hún þekki það jafn rækilega og sína eigin spegilmynd. Vinir hennar eru þó ekki langt undan þegar gamall andstæðingur mætir með liðsauka sem er engu líkur – og þó …

Úr bókinni

Það var strax farið að dimma þegar Milla gekk af stað heim. Hún var lítið hrifin af myrkri og myrkur sem byrjaði að lauma sér inn í heiminn á miðjum degi var mjög ofarlega á listanum hennar Millu yfir hluti sem létu hana segja skrambans. Beint á milli þess að reka tærnar í húsgögn og þegar barnaefni var ýtt út úr sjónvarpsdagskránni svo hægt væri að sýna beint frá fótboltaleikjum.
   Skrambans skammdegi hugsaði Milla með sjálfri sér á meðan hún tók sprettinn á milli ljósastaura. Skamm ... skamm ... skammdegi söng hún síðan í huga sér og þótti það frekar sniðugt. Hún bætti við lagið á meðan hún gekk. Það tók hana heilar tuttugu mínútur að labba frá Felix og heim í grænu blokkina þannig að það var kjörið að nota tímann í að fleygja saman lagi. Það dró líka athyglina frá hversu draugalegt umhverfið varð þegar myrkrið var búið að koma sér notalega fyrir í krókum, kimum og skúmaskotum. Í íslensku samfélagi gat myrkrið líka komið sér svo notalega fyrir í skúmaskotum að það sat í hægindastól með dagblað í kjöltunni og rjúkandi te með hunangi á litlu borði við hlið sér á meðan það beið eftir raulandi stelpum á heimleið.
   Milla lét það samt ekki slá sig út af laginu. Hún söng lagið sitt einfaldlega hærra og lét sem hún tæki ekki eftir glottandi myrkrinu sem fylgdist með sérhverju skrefi hennar líkt og úlfur í ævintýri. Síðan gerðist eitthvað svo ferlega skrýtið að Milla kom ekki upp nokkru orði. Bókstaflega.

(s. 42-43)

More from this author

Funi og Alda falda (Funi and Alda the hidden)

Read more

Húsið í september (The House in September)

Read more

"Uppvakningar" ("Zombies")

Read more

"Brúður" ("Dolls")

Read more

Kamilla Vindmylla og leiðinn úr Esjunni (Kamilla Windmill and the boredom from Esjan)

Read more