Beint í efni

4 leikþættir

4 leikþættir
Höfundur
Oddur Björnsson
Útgefandi
Ísafold
Staður
Reykjavík
Ár
1963
Flokkur
Leikrit


Efni: Köngulóin; Partí; Við lestur framhaldssögunnar; Amalía.

Köngulóin, Partí og Við lestur framhaldssögunnar voru frumflutt af Grímu 24. apríl 1963. Amalía einnig frumflutt af Grímu, 14. júní 1964. Gríma setti verkið upp aftur 1966 og var það þá sýnt í Ríkissjónvarpinu.

Úr 4 leikþáttum:

Partý

Nýtízk stofa á 17. hæð. Mjög stór gluggi. Útsýni: dökkur himinn sem verður smám saman rauður, í leikslok dökkglóandi. Ekki fortjald.
 Dyrabjallan hringir hvellt.
 GUNNA (angistarfull úr svefnherberginu)
 Almáttugur! Og ég er bara í brjóstahaldaranum!
 NONNI (rekur höfuðið útum baðherbergisdyrnar, hann er að raka sig með philip-shave)
 Í lagi svítí pæ! Ég er að klára að raka mig!
 Dyrabjallan hringir.
 GUNNA (örg og óþreyjufull)
 Þetta skal verann Villi! Agalegt kvæ getur maðurinn verið. Ég sagði honum að koma klukkan níu, og klukkan er ekki nema fimm mínútur yfir níu!
 NONNI Þeir kunna ekki íslenzka siðu þessir gæjar. Dyrabjallan hringir.      
 GUNNA Súperboj, ertu búinn að raka þig?
 NONNI (kemur fram á skyrtunni)
 Í lagi svítí pæ. Fer fram og lýkur upp.
 NONNI Kussslags stæll er nú þetta?!
 MAÐUR MEÐ KASSKEITI Ég ætla að líta á mælana. Kemur inn. Tekur upp vasaljós. Gengur inn stofuna. Skimar í kringum sig.
 NONNI Ég ætla að halda partí.
 MAÐUR MEÐ KASSKEITI Bragða ekki áfengi meðan ég er í þjónustu Hins Opinbera.

(s. 37-38)

Fleira eftir sama höfund

Streichquartett und Strick : Hörspiel

Lesa meira

Kvörnin

Lesa meira

Tio variationer

Lesa meira

Tíu tilbrigði

Lesa meira

Jóðlíf

Lesa meira

Yolk-Life

Lesa meira

13. krossferðin

Lesa meira

Dansleikur

Lesa meira

Í Krukkuborg : ævintýri handa börnum

Lesa meira