Beint í efni

Auðnin

Auðnin
Höfundur
Yrsa Sigurðardóttir
Útgefandi
Veröld
Staður
Reykjavík
Ár
2008
Flokkur
Skáldsögur

Af bókarkápu:

Ekkert samband næst við tvo Íslendinga í einangruðum rannsónarbúðum á Norðaustur Grænlandi. Þóra Guðmundsdóttir lögmaður, sem lesendur þekkja úr fyrri bókum Yrsu Sigurðardóttur, tekur þátt í leiðangri sem gerður er til að kanna aðstæður.

Hvað varð um mennina tvo? Hver voru örlög konu sem hvarf úr búðunum nokkru áður? Af hverju hafa heimamenn illan bifur á þessu afskekkta svæði? Hvaða óhugnalegu atburðir hafa átt sér stað þarna úti í auðninni?


Úr Auðninni:

,,Þetta virðist vera heil beinagrind. Læknirinn hafði greinilega ekki hugmynd um hvernig hann ætti að taka á þessum undarlega beinafundi. ,,Það er auðvitað möglegt að það vanti eitthvað en öll helstu beinin eru vissulega til staðar. Við nánari rannsókn kemur í ljós hvort þetta er allt úr sömu manneskjunni en ég myndi telja það líklegt.

,,Það verður að bíða. Matthew var mjög ákveðinn. ,,Við snertum beinin ekki og látum lögregluna um þetta. Hann lokaði síðustu skrifborðsskúffunni sem Bella hafði bent á. ,,Við hefðum í sjálfu sér átt að láta höfuðkúpuna vera en það verður ekki aftur snúið með það. Hann fylgdist með lækninum koma henni varlega aftur fyrir í skúffunni og loka.

Vindurinn feykti einhverju upp að húshliðinni og það brakaði í stoðum bygginarinnar. Það setti hroll að Þóru; stormurinn mundi bresta á - um það var engum blöðum að fletta. Gluggarnir á þeirri hlið skrifstofunnar sem sneri upp í vindinn svignuðu með reglulegu millibili og í hvert sinn var Þóra sannfærð um að glerbrotum myndi rigna yfir þau. Hún stóð sig að því að halda sig alltaf eins langt frá gluggum og hún möglega gat svo lítið bæri á. Ofan á hvininn frá storminum bættist svo taktfast bank uppi á þaki. Læknirinn taldi þetta líklega vera lausa þakplötu. Þóru fannst hljóðið óþægilegt og það fór sífellt meira í taugarnar á henni vegna þess hversu reglulegt það var og hvellt. Hún var farin að vona að platan fyki hreinlega af svo að hljóðið hætti. Það virtist skárra að fá svolítinn snjó inn en það hafa þetta stöðugt fyrir eyrum.

Friðrikka og Eyjólfur höfðu komið yfir á skrifstofuna í miðri beinaskoðuninni en hvorugt þeirra hafði viljað kannast við líkamsleifarnar. Þau virtust bæði sannfærandi og einlæg í undrun sinni þar em þau stóðu í lítilli forstofunni og burstuðu af sér mesta snjóinn. Þegar Matthew hafði spurt þau út í beinafundinn án þess að verða nokkurs vísari og þau fengið að sjá ofan í nokkrar skúffur með eigin augum var ákveðið að Eyjólfur yfirfæri tölvukerfið og reyndi að koma á sambandi við umheiminn. Friðrikka myndi hinsvegar kynna sér stöðu verksins. Beinin breyttu engu um tilgang ferðarinnar.

,,Veit einhver hvað óveðrið á að standa lengi? spurði Þóra og horfði út í hríðarkófið. Það var farið að birta þótt enn væri skuggsýnt vegna snjókomunnar. ,,Við getum lítið rannsakað svæðið ef þetta heldur svona áfram. Í sömu svifum skall hviða á glugganum sem svignaði.

,,Ég held að hann eigi að ganga niður í nótt, svaraði Matthew. ,,Varla heldur þeta áfram mikið lengur en það.

Læknirinn hnussaði mikinn. ,,Hér geta óveður geisað öllu lengur en dagpart. Það má allt eins búast við því að þetta standi yfir dögum saman. Vonandi ekki - en maður veit aldrei.

(70-1)

Fleira eftir sama höfund

Brakið

Lesa meira

Barnapíubófinn, Búkolla og bókarránið

Lesa meira

Kolmas Märk

Lesa meira

Cinza e Poeira

Lesa meira

Þar lágu Danir í því

Lesa meira

Jeg vet hvem du er

Lesa meira