Beint í efni

Das Gleißen der Nacht

Das Gleißen der Nacht
Höfundur
Sjón
Útgefandi
Óskráð
Staður
Ár
2011
Flokkur
Þýðingar á þýsku

Skáldsagan Rökkurbýsnir í þýskri þýðingu Betty Wahl. Útgefandi: S. Fischer.

Bókin hefur hlotið einróma lof gagnrýnenda í Þýskalandi.

Í sunnudagsblaði Frankurter Allgemeine, einu helsta dagblaði Þýskalands, sagði Tilman Spreckelsen gagnrýnandi að „ef Rökkurbýsnir eftir Sjón gefur rétta mynd af íslenskum bókmenntum eigum við sannarlega von á veislu í haust þegar Ísland verður heiðursgestur á Bókasýningunni í Frankfurt.“

Í umfjöllun um bók vikunnar á svissnesku útvarpsstöðinni DRS 2 lofaði svissneski verðlaunarithöfundurinn Melinda Nadj Abonji Rökkurbýsnir með þessum orðum:

„Rökkurbýsnir eftir Sjón er blanda af goðsögu og skáldsögu og stíll höfundarins er bæði raunsær og töfrum þrunginn og í textanum má greina áhrif framúrstefnunnar í Evrópu. Sú mynd sem Sjón dregur upp af heimalandi sínu Íslandi er bæði frumleg og áhrifarík.“

Fleira eftir sama höfund

Poesia 136

Lesa meira

De tes yeux tu me vis

Lesa meira

Ljóð í Poésie islandaise contemporaine

Lesa meira

Tusmørkeundere

Lesa meira

A macskaróka

Lesa meira

Mánasteinn: drengurinn sem aldrei var til

Lesa meira

Söngur steinasafnarans

Lesa meira