Beint í efni

Einvígið

Einvígið
Höfundur
Arnaldur Indriðason
Útgefandi
Vaka-Helgafell
Staður
Reykjavík
Ár
2011
Flokkur
Skáldsögur

Af bókarkápu:

Sumarið 1972 er Reykjavík í uppnámi; heimsmeistaraeinvígið í skák er að hefjast í Laugardalshöll og bærinn fullur af útlendingum. Kalda stríðið er í algleymingi og fulltrúar austurs og vesturs fylgja sínum mönnum, Spassky og Fischer, að taflborðinu. Meðan undirbúningurinn stendur sem hæst fer meinlaus unglingspiltur í bíó og verður fyrir fólskulegri árás. Lögreglan er önnum kafin en Marion Briem, sem stýrir rannsókn málsins, einsetur sér að skilja það einvígi sem þarna er háð með lífið að veði.

Úr Einvíginu:

- Þú heldur að útlendingar hafi verið í bíóinu? sagði Albert.

- Mér finnst óþarfi að útiloka það eins og ástandið er í Reykjavík út af þessu skákeinvígi, sagði Marion þreytulega. Það er eins og heimurinn sé að farast.

- Og nú hefurðu fundið sovéskar sígarettur.

- Ég fann þennan pakka, sagði Marion með hálflokuð augun og lét neikvæðan tóninn í orðum Alberts ekki raska ró sinni. Mér fannst sjálfsagt að skoða hann.

- Af hverju ætti strákurinn að vera fórnarlamb Rússa? spurði Albert. Hvað kemur hann þeim við?

- Hann kemur þeim auðvitað ekkert við, sagði Marion. Og ég veit ekkert hvort morðið á honum tengist einvíginu eða útlendingum í Reykjavík. Ég hef bara enga hugmynd um það. Ég veit að hann var drepinn. Það er það eina sem ég veit.

Albert þagði.

- Var Spassky á Naustinu? sagði Marion.

- Sérstaklega alþýðlegur og indæll maður, það sem ég sá af honum, sagði Albert. Gaf eiginhandaráritanir og brosti til allra.

- Þannig að núna ertu búinn að hitta bæði Bobby og Boris?

(bls. 95)

- Hvað ertu að lesa? spurði Marion og settist hjá henni.

Katrín lá út af á bekk og var með nokkur vélrituð blöð í höndunum sem hún lagði frá sér þegar hún sá Marion.

- Þau vilja að ég leiki Rauðhettu, sagði hún. Ég held að það sé út af því að ég er svona hræðilega rauðhærð. Mig langar til þess en ég er bara svo feimin. Ég veit ekki hvort ég þori það.

- Verður það ekki allt í lagi? sagði Marion og reyndi að vera uppörvandi. Þarftu að muna mikið?

Krakkarnir tóku þátt í ýmsum leikjum og skemmtunum á kvöldin og meðal annars voru sett á svið stutt barnaleikirit sem þau sáu að mestu leyti sjálf um að móta með einföldum leikmyndum og búningum og hæfilega spennandi leikgerð. Rauðhetta og úlfurinn, sem einn berklalæknirinn hafði sett saman nokkrum árum fyrr, var mjög vinsælt. Hinn stóri Casper þótti tilvalinn í hlutverk úlfsins og ömmuna átti að leika stúlka frá Óðinsvéum. Veiðimaðurinn var í höndum stráks frá Bretlandi sem var á aldur við Marion og skildi ekki orð í dönsku. Rauðhetta hafði oftsinnis verið sett upp á hælinu, bæði vegna þess að krakkarnir höfðu tekið ástfóstri við söguna og þekktu hana vel og vegna þess að söguþráðurinn var fínlega ofinn saman við aðstæður barnanna þar sem stóri, ljóti úlfurinn var sjálfur sjúkdómurinn sem lifði með þeim og var yfirbugaður í lokin.

(bls. 161-162)

Fleira eftir sama höfund

Vinterstaden

Lesa meira

Silence of the Grave (hljóðbók)

Lesa meira

Frostnacht

Lesa meira

La voix

Lesa meira

Mocvara

Lesa meira

Smrtící intriky

Lesa meira

Voices (með stóru letri)

Lesa meira

Einvígið

Lesa meira