Beint í efni

Eldhestur á ís : verk fyrir leiksvið í einum þætti

Eldhestur á ís : verk fyrir leiksvið í einum þætti
Höfundur
Elísabet Kristín Jökulsdóttir
Útgefandi
Án útg
Staður
Reykjavík
Ár
1990
Flokkur
Leikrit

Frumsýnt í Borgarleikhúsinu 1990.

Úr Eldhestur á ís:

Mónólógur sem allar þrjár persónurnar segja: (brot)

Ég er áhrif sem koma og fara ég er draumur sem verður hugboð
Er allsber lítil stúlka hlýlega klædd og dansa í fjörunni og
leik mér að eldinum dansa á skeljum og kuðungum ég er alda sem
fellur að og sogast út aftur Ég elska og tætist í sundur á
hverju andartaki dansa ég á rústum þess sem kemur í staðinn
Ég er ringulreið í hægum tangó Er fjársjóður á sjávarbotni
Hugmynd um annan heim Ég er máttvana reiði tortímingar
Ferðalag sjálfrar mín gegnum mig sjálfa
Svo þreytt en hvílist í draum um endurholdgaða hugsjón
Horfi í himinninn uns dimmir Verð ég stjörnubjartur alheimur
Ein stjarna ligg í grasinu uns birtir Verð ég djúpur brunnur
Er geðveikin formlaus flakkið um hugsanir mínar og tilfinningar
Ég er lýsingarorð hugtök og sagnir ósögð orð töluð í þögn
Vængstór fugl í kyrrstöðu lofttóms og læt vindinn leika sér að
mér og leik mér að hugmynd sem fæddist í gær Alltaf andvana
fædd morgundeginum Og blóð mitt bragðgott þyrlast einsog ský
ég sit á skýinu og vínka glaðlega Ég er hengiflug yfir hyldýpi
hugsana minna EAr brú sem ég braut að baki mér Ég er ein leið

(s. 10)

Fleira eftir sama höfund

saknaðarilmur

Saknaðarilmur

Þegar fullorðin dóttir missir móður sína skríða áföllin upp úr gröfum sínum og veröldin fyllist af saknaðarilmi.
Lesa meira

Fótboltasögur : tala saman strákar

Lesa meira

Sagan af Aðalheiði og borðinu blíða

Lesa meira

Ljóð í Cold was that Beauty...

Lesa meira

Heilræði lásasmiðsins

Lesa meira

Hörmungarsaga : (eða konan með hugmyndirnar) ; Sársauki áhorfenda

Lesa meira

Síðan þessi kona varð trúuð hefur hún verið til vandræða í húsinu

Lesa meira

Hringavitleysusaga : Villutrúarrit

Lesa meira

Íslands þúsund tár

Lesa meira