Beint í efni

Saknaðarilmur

Saknaðarilmur
Höfundur
Elísabet Kristín Jökulsdóttir
Útgefandi
JPV útgáfa
Staður
Reykjavík
Ár
2022
Flokkur
Skáldsögur

Um bókina

Þegar fullorðin dóttir missir móður sína skríða áföllin upp úr gröfum sínum og veröldin fyllist af saknaðarilmi. 

Síðasta skáldsaga Elísabetar, Aprílsólarkuldi, fékk Íslensku bókmenntaverðlaunin, Fjöruverðlaunin og var tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs.

Úr bókinni

Arabalöndin

Svo fórum við til Arabalandanna. Arabalöndin voru hennar heimavöllur, þangað fór hún til að afla fanga, skrifa greinar og vera í augnablikinu eins og hún kallaði það. Mér datt aldrei í hug að biðja um að fara með henni.
   Við mamma vorum ekki mikið saman í Sýrlandi, hún var að sinna sínum ferðamönnum og ferðinni sem var þrælskipulögð. En einu sinni fórum við saman í göngutúr og á uppáhaldskaffihúsið hennar. Við fengum okkur arabískt kaffi og ég teiknaði mynd af henni. Á leiðinni á kaffihúsið þar sem við áttum góða stund rákumst við á litla bókabúð, einar dyr og einn gluggi með bókum vísaði útí veröldina. Mér sýndist flestar vera barnabækur. Af því að mamma hafði lært arabísku spurði ég hana um heiti á einni bókinni. Þar var prinsessa á kápunni. Mamma var lengi að stauta sig fram úr þessu en svo klykkti hún út með því að þetta væri sagan um prinsessuna sem var að leita að pabba sínum. Einmitt það sem ég hafði verið að gera alla ævina. Og þarna í Sýrlandi var um það bók.

(s. 28)

Fleira eftir sama höfund

Eldhestur á ís : verk fyrir leiksvið í einum þætti

Lesa meira

Fótboltasögur : tala saman strákar

Lesa meira

Sagan af Aðalheiði og borðinu blíða

Lesa meira

Ljóð í Cold was that Beauty...

Lesa meira

Heilræði lásasmiðsins

Lesa meira

Hörmungarsaga : (eða konan með hugmyndirnar) ; Sársauki áhorfenda

Lesa meira

Síðan þessi kona varð trúuð hefur hún verið til vandræða í húsinu

Lesa meira

Hringavitleysusaga : Villutrúarrit

Lesa meira

Íslands þúsund tár

Lesa meira