Beint í efni

Felustaðurinn

Felustaðurinn
Höfundur
Vilborg Davíðsdóttir
Útgefandi
Mál og menning
Staður
Reykjavík
Ár
2002
Flokkur
Íslenskar þýðingar

Trezza Azzopardi: The Hiding Place.

Úr Felustaðnum:

uppkveikja

Hægri höndin á mér er í fínu lagi. Skaðinn er lítill og fingurnir eru frekar fallegir, í þeim almenna skilningi að þeir eru á sínum stað, geta beygst, kreppst og vísað ókunnugum veginn þegar þeir stöðva bílana sína og renna niður rúðunni til að spyrjast fyrir.
Um vinstri höndina gegnir öðru máli. Fólk sem þekkir mig ekki starir þegar það sér hana. Það lítur undan og svo skáskýtur það augunum að andlitinu í leit að frekari ummerkjum. Þar eru líka ör; ef fólk kæmist nógu nálægt mér gæti það séð þau. En fáir komast svo nærri; framrétt hönd, sú vinstri, dugir til að halda þeim frá mér.
Ég missti fingurna. Hönd mánaðargamals barns er örsmá og fullkomin. Hún getur kreppst, opnast og glennt í sundur fingurna, og þegar hún brennur er silkimjúk húðin bensín, beinin uppkveikja, svo smá, gráðugum logunum svo auðveld bráð.
En ég lít á hana sem listaverk, lokaðan hvítan túlípana í rigningu, rjómalitan marmara höggvinn í dýrlingsmót, kirkjukerti sem grætur vaxtárum yfir úlnliðsstjakann.
Ég sný til baka og reyni að raða saman brotunum. Ég held að það hlóti að vera eitthvert mynstur. Ég sé Len veðmangara fyrir mér og veðmálið hans við mafíuna (fyrr en varði varð hönd mín eins og hans); sé móður mína örvinglaða í rigningunni; Martineau að baki henni og heldur fast um peningaskrínið eins og Baltasar. Og ég hugsa um föður minn, í herbergi hinum megin í bænum á meðan allt þetta gerist, og hann veit ekkert, reynir að gleyma sér; og veðjar alltaf meira en hann hefur efni á að tapa.

(s. 37)

Fleira eftir sama höfund

Vígroði

Lesa meira

On the Cold Coasts

Lesa meira

Korku saga

Lesa meira

Die Winterfrau

Lesa meira

Eldfórnin

Lesa meira

Undir Yggdrasil

Lesa meira

Korku saga

Lesa meira

Face to face: i islansk natur

Lesa meira