Beint í efni

Á fjalli lífs og dauða: sönn frásögn af harmleik á Everest

Á fjalli lífs og dauða: sönn frásögn af harmleik á Everest
Höfundur
Ísak Harðarson
Útgefandi
Forlagið
Staður
Reykjavík
Ár
1999
Flokkur
Íslenskar þýðingar

Jon Krakauer: Into Thin Air.

Úr Á fjalli lífs og dauða:

Í 6400 metra hæð gekk ég, ringlaður af hitanum, fram á stóran hlut, sveipaðan bláum plastdúk, sem lá til hliðar við eina stóðina. Hæðarveiklaður heilagrauturinn í mér var eina eða tvær mínútur að gera sér grein fyrir, að hluturinn var mannslíkami. Þrumu lostinn og agndofa starði ég á hann í nokkrar mínútur. Þegar ég spurði Rob um hann, um kvöldið, sagðist hann ekki vera viss, en hann héldi að líkið væri af Sérpa nokkrum sem hefði farist fyrir þremur árum. Aðrar búðir lágu í 6500 metra hæð. Í þeim voru um 120 tjöld sem stóðu á dreif um bera urðina meðfram jaðri jökulsins. Lofthæðin var farin að þjá mig illilega, og líðanin minnti á svæsna timburmenn eftir rauðvínsdrykkju. Næstu tvo dagana leið mér of bölvanlega til að geta nærst eða jafnvel lesið, og ég hélt að mestu kyrru fyrir í tjaldi mínu, grúfði höfuðið í hendur mér og reyndi að aðhafast eins lítið og ég mögulega gat. Á laugardag var líðanin nokkru skárri, svo ég klöngraðist þrjúhundruð metra upp fyrir búðirnar, til þess að hreyfa mig dálítið og auka hæðaraðlögunina, og þar, efst í jökulskálinni, um fimmtíu metrum frá meginslóðinni, gekk ég fram á annan líkama í snjónum eða, réttara sagt, neðri hluta af líkama. Útlit fatnaðarins og gamaldags leðurskórnir bentu til þess að líkið væri af Evrópumanni og það hefði verið á fjallinu í tíu til fimmtán ár, hið minnsta.

(s. 135)

Fleira eftir sama höfund

Öreigarnir í Lódz

Lesa meira

Hjörturinn skiptir um dvalarstað

Lesa meira

Þúsund hamingju spor

Lesa meira

O den här poeten: Den lilla stan mellan hav och himmel: På strandiska

Lesa meira

Þúsund vísdóms spor

Lesa meira

Þunglyndi: orsök og lækning

Lesa meira

Listin að stjórna eigin lífi: Virkjaðu þinn innri kraft

Lesa meira

Hamingja í lífi og starfi

Lesa meira

Kátir krakkar og Trölla-Pétur

Lesa meira