Beint í efni

Lygi

Lygi
Höfundur
Yrsa Sigurðardóttir
Útgefandi
Veröld
Staður
Reykjavík
Ár
2013
Flokkur
Skáldsögur


Um Lygi:Fjögurra manna hópur fer að sinna viðhaldi í Þrídrangavita úti fyrir suðurströndinni – þaðan sem enginn kemst lifandi nema í þyrlu. Fjölskylda snýr heim eftir íbúðaskipti en hvorki finnst tangur né tetur af gestum þeirra. Og ung lögreglukona rekst á áratuga gamla skýrslu um eiginmann sinn sem umturnar lífi hennar. Þessir ólíku þræðir fléttast saman í magnaða sögu þar sem ekkert er sem sýnist.Úr Lygi:Þokan læðist að eins og hendi sé veifað. Eina stundina sést á haf út í suðri og upp á land í norðri, síðan ekkert nema steingrámi sem hreyfist með torkennilega letilegum hætti, hvort sem horft er út eða suður, norður eða niður. Það er eins og heimurinn hafi kosið að gleyma stapanum og sópað honum undir skýjateppi. Þetta er eitthvað svo óraunverulegt að Helga líður ýmist vel eða illa á meðan hann er að venjast umskiptunum. Hann er frekar lítið fyrir klassíska tónlist en nú finnst honum að ómur af fiðlum ætti einkar vel við. En grátbólgnir strengjatónar eru víðs fjarri og hann verður að láta sér nægja brimsogið langt fyrir neðan. Í þokunni heyrist það greinilegar en áður og það er engu líkara en hafið vilji tryggja að fjórmenningarnir gleymi ekki tilvist þess nú þegar þau hafa það ekki lengur fyrir augum.Skömmu eftir að þokan lagðist yfir kallaði eldri smiðurinn, Ívar, til Helga að koma sér yfir að vitanum, það væri vissara þangað til þau sæju betur til. Helga létti þar sem hann sat á brúninni á þyrlupallinum. Hann kaus að vera þar svo að hann þvældist ekki fyrir hinum við vinnu sína í þrengslunum. Raddir þeirra bárust yfir til hans og juku á einmanaleikann þar sem hann sat eins og einn í heiminum með gráa þokuna fyrir augum.Ívar virðist forðast að eiga nokkur samskipti við Helga og það er eins og hin tvö fylgi fordæmi hans án þess að átta sig á því. Þau hafa að minnsta kosti enga ástæðu til að sniðganga hann hvað sem Ívar kann að vera að hugsa. Helgi gerir ráð fyrir að maðurinn sé enn að velta fyrir sér hvað hann sagði eða hvernig hann hagaði sér kvöldið sem þeir hittust á barnum. Það gefur til kynna að þegar hann er undir áhrifum hegði hann sér ekki alltaf eins og hann kysi að gera. Það kæmi Helga ekkert á óvart, Ívar er síður en svo heillandi. En hann vonast til að hann sé að taka sig í sátt svo hann geti blandað sér í samræður hinna þegar dimmir.(50)


Fleira eftir sama höfund

Brakið

Lesa meira

Ég man þig

Lesa meira

Ultimes rituels

Lesa meira

Brakið

Lesa meira

Ég man þig

Lesa meira

Þar lágu Danir í því

Lesa meira

Kolmas Märk

Lesa meira

Cinza e Poeira

Lesa meira