Beint í efni

Maurabúið hennar Söru

Maurabúið hennar Söru
Höfundur
Kristján Kristjánsson
Útgefandi
Uppheimar
Staður
Akranes
Ár
2003
Flokkur
Íslenskar þýðingar

Unglingasagan Sarah's Nest eftir Harry Gilbert í íslenskri þýðingu Kristjáns Kristjánssonar.

Af bókarkápu:

Sara fer út af sporinu þegar móðir hennar gengur út af heimilinu og skilur hana eftir ásamt pabba hennar. Sara lendir í vandræðum í skólanum og skólasálfræðingurinn leggur til að hún skipti um skóla. Og vissulega verður það til bóta og með nýju vinunum Davíð og tvíburunum Laufeyju og Láru byrjar hún að ná áttum. Saman byrja þau að fylgjast með maurabúi... og þá verður slys! Sara fellur í dauðadá og á meðan líkami hennar dvelur í dásvefni leggur hún í einstaklega ævintýralegt ferðalag á vit mauranna í maurabúinu þar sem hún þarf að glíma við ógnvekjandi afleiðingar af gjörðum sínum og vina sinna.

Úr Maurabúinu hennar Söru:

MAUR

Um dauðann er ekkert hægt að segja. Það eru engin orð. Best að segja sem minnst því maður verður hvort sem er að taka allt aftur sem maður segir.
Þar sem ég lá sá ég dökka moldina næst höfði mínu. Það var nótt. Ég tók að skjálfa ákaflega. Í huga mér fólst þekking sem engin hugsun náði yfir. Þegar skjálftinn fjaraði út tóku að rifjast upp fyrir mér minningar um maurafjölskylduna, maurabúið ...
Ég var fullvaxin þerna. Bjalla sem trylltist við að finna sæta angan hafði rifið mig á hol og skilið mig eftir blæðandi til ólífis. Þernurnar hlutu að hafa borið mig út á sorphaug maurabúsins. Það var ekki nema eðlilegt að skilja mig eftir þar sem ég var næstum dáin. En ég tórði samt enn þótt komin væri nótt.
Og einhvern veginn var ég ennþá Sara.
Ég var máttfarin og mig verkjaði af hungri. Storknað blóðið á fótum mínum límdist við jarðveginn. Innra með mér var þvílíkur nístingskuldi að ég gat tæpast hugsað. Og þegar ég hugsaði bylgjaðist allt fyrir sjónum mínum eins og ég væri ekki með sjálfri mér.
Á sorphaugnum voru tóm fræhylki og dauðir maurar. Of margir dauðir maurar. Ég vissi að drottningin yrði að breyta vinnuáætlunum og færa til þernur til að sjá um ungviðið. Sjálfsagt var komin hreyfing á hlutina inni í maurabúinu.

(s. 30-40)

Fleira eftir sama höfund

Spegillinn hefur ekkert ímyndunarafl

Lesa meira

Ljóð í Wortlaut Island

Lesa meira

Fjórða hæðin

Lesa meira

Ár bréfberans

Lesa meira

Minningar elds

Lesa meira

Dagskrá kvöldsins

Lesa meira

Svartlist: ljóð og mynd

Lesa meira

Vistarverur

Lesa meira

Yfir dauðans haf

Lesa meira