Beint í efni

Mobý Dick eða Hvalurinn

Mobý Dick eða Hvalurinn
Höfundur
Ísak Harðarson
Útgefandi
JPV-útgáfa
Staður
Reykjavík
Ár
1970
Flokkur
Íslenskar þýðingar

Herman Melville: Moby Dick or The Whale. Almenna bókafélagið gaf út 1970 í þýðingu Júlíusar Havsteen. Endurskoðuð þýðing Ísak Harðarson. Myndir eftir Rockwell Kent.

Úr Mobý Dick eða Hvalinum:

1. kafli Hillingar

Kallið mig Ísmael. Fyrir nokkrum árum - hvað mörgum skiptir ekki máli - átti ég fáa eða enga aura í buddunni og með því að ekkert sérstakt batt mig við þurrlendið datt mér í hug að fara í siglingu og sjá þann hluta veraldar sem nefnist haf. Það er með þessum hætti að ég rek ólundina á flótta og kem blóðrásinni í lag. Þegar ég finn að herpingur er að koma í munnvikin, þegar skuggum skammdegis slær á sál mína, þegar ég nem ósjálfrátt staðar hjá verkstæði líkkistusmiðsins og slæst í hverja þá líkfylgd sem á vegi mínum verður, og einkum þegar þunglyndi mitt nær á mér þeim yfirtökum að ég þarf að einbeita öllu mínu viljaþreki til þess að stökkva ekki út á strætin og slá hattinn af þeim mönnum sem ég mæti - þá veit ég með vissu að mál er til komið að ég fari til sjós eins fljótt og hægt er. Þetta er aðferð mín, í stað þess að nota skammbyssu og skotfæri. Með heimspekilegri sveiflu lætur Cato fallast á sverð sitt; ég fer í hægðum mínum til skips. Það er ekkert merkilegt við það. Þó að menn viti það ekki sjálfir þá bera þeir sér allir í brjósti, hver á sinn hátt og nákvæmlega að heita má, hinar sömu tilfinningar í brjósti gagnvart hinu mikla úthafi eins og ég geri.

(s. 11)

Fleira eftir sama höfund

Öreigarnir í Lódz

Lesa meira

Hjörturinn skiptir um dvalarstað

Lesa meira

Þúsund hamingju spor

Lesa meira

O den här poeten: Den lilla stan mellan hav och himmel: På strandiska

Lesa meira

Þúsund vísdóms spor

Lesa meira

Þunglyndi: orsök og lækning

Lesa meira

Listin að stjórna eigin lífi: Virkjaðu þinn innri kraft

Lesa meira

Hamingja í lífi og starfi

Lesa meira

Kátir krakkar og Trölla-Pétur

Lesa meira