Beint í efni

Sautján sögur

Sautján sögur
Höfundur
Isaac Bashevis Singer
Útgefandi
Setberg
Staður
Reykjavík
Ár
1981
Flokkur
Íslenskar þýðingar

Um þýðinguna

Valdar sögur úr ensku sagnasöfnunum A Friend of Kafka, A Crown og Passions eftir Isaac Bashevis Singer, í þýðingu Hjartar.

Úr Sautján sögum

Lykillinn

Um klukkan þrjú síðdegis fór Bessí Popkin að búa sig undir að fara niður götuna. Að fara út var ýmsum örðugleikum bundið, einkum á heitum sumardegi: fyrst varð hún að troða feitum líkamanum í lífstykki, þröngva bólgnum fótunum í skó og greiða hár sitt sem Bessí litaði heima og óx svo að hún réði ekkert við það og í voru allavega litir flekkir - gulir, svartir, gráir, rauðir; því næst að tryggja að grannar hennar brytust ekki inn í íbúðina hennar á meðan hún væri úti og stælu taui, fötum, skjölum eða færu bara að gramsa í dótinu hennar og týna því fyrir henni. Auk kvalara í mannsmynd átti Bessí í höggi við djöfla, púka, ill öfl. Hún faldi gleraugun sín í náttborðinu og fann þau í inniskó. Hún stakk glasinu sínu með hárlitunarvökvanum ofan í meðalaskúffuna; mörgum dögum seinna uppgötvaði hún að það var undir koddanum. Einu sinni skildi hún eftir pott með rauðrófusúpu í kæliskápnum, en Ósýnilegur tók hann þaðan og eftir langa leit rakst Bessí á hann í fataskápnum sínum. Ofan á súpunni var þykkt lag af floti sem lyktaði eins og þránuð tólg.“

(s. 21)

Fleira eftir sama höfund

Jöfur sléttunnar

Lesa meira

Töframaðurinn frá Lúblin

Lesa meira

Vegabréf til Palestínu

Lesa meira

Geitin Zlata og fleiri sögur

Lesa meira

Ást og útlegð

Lesa meira

Gallagripur

Lesa meira

Í föðurgarði: Minningar

Lesa meira

Iðrandi syndari

Lesa meira

Setrið

Lesa meira