Beint í efni

Selta. Apókrýfa úr ævi landlæknis

Selta. Apókrýfa úr ævi landlæknis
Höfundur
Sölvi Björn Sigurðsson
Útgefandi
Sögur
Staður
Reykjavík
Ár
2019
Flokkur
Skáldsögur

Um bókina

Haustið 1839 rekur óþekktan dreng á land við Hjörleifshöfða og fær landlæknir það verk að vekja hann til lífs og leita uppruna hans.
Selta er hvort tveggja í senn óður til íslenskrar náttúru og áningarstaðarins sem við leitum að.

Úr Seltu

Lesendum þessarar skýrslu til útréttingar er rétt að geta þess að ég heyrði drenginn ekki kalla svo rödd hans bærist upp í bæ, né sá ég í raun nokkrar stjörnur. Mister Undertaker bankaði upp á hjá mér í birtingu eftir að hafa komið auga á þúst niðri í fjöru og sagðist vilja fá mig með sér til að athuga þetta. Ég var steinsofandi heima, eins og flesta morgna klukkan sex, enda hef ég vanið mig á að sofa fram í albirtu og byrja helst ekki að rjátla mig á stjá fyrr en ég hef legið að minnsta kosti tvo tíma í rúmi, helst við ekkert, en þó oftast nær við að skrifa skýrslu eins og þessa. Skýrslur mínar segja nær undantekningalaust frá atburðum dagsins á undan og eru sjaldan merkilegar. Lífið undir jöklum er langdregin þjóðsaga, mestmegnis af pestum og vondu veðri, og flest mitt aksjón hér í fámenni felst í vitjunum til fólks sem liggur kvalið í sáru sínum eða spúir upp eldfjallaösku og blóði.
  Ég er því ekki beinlínis búinn undir ævintýri þegar Undertaker bankar upp á svo snemma morguns. Ég er enn á náttfötum, hvorki kominn á galossíur né sjakket, og er einkum á þeim buxum að fara aftur að sofa enda svefn mín helsta afþreying á síðari árum. Stundum tek ég mig til og tel dropana gufa upp úr vatnsglasi frá dögun til hádegis eða tefli skák við Maltus og færi taflmennina til fyrir hann. Oft sýnist mér ég sjá í augum þessa vinar míns að ég sé ekki hlutlaus í þeirri keppni. Maltus er góður í skák, einkum af hesti að vera, og tekið því að jafnaði illa ef ég máta hann.

(10-11)

 

Fleira eftir sama höfund

Ást og frelsi

Lesa meira

Vökunætur glatunshundsins

Lesa meira

Radíó Selfoss

Lesa meira

Gleðileikurinn djöfullegi

Lesa meira

Fljótandi heimur

Lesa meira

Blóðberg

Lesa meira

Ljóð ungra skálda

Lesa meira

100 þýdd kvæði og fáein frumort

Lesa meira

Strumparnir: hvar er gáfnastrumpur?

Lesa meira