Beint í efni

Síðasti galdrameistarinn

Síðasti galdrameistarinn
Höfundur
Ármann Jakobsson
Útgefandi
JPV
Staður
Reykjavík
Ár
2014
Flokkur
Barnabækur

um bókina

Síðasti galdrameistarinn er ævintýrasaga um hugrekki og vináttu, undirferli og svik, fyrir lesendur frá níu ára aldri. Ármann Jakobsson sækir hér í sagnabrunn norrænna miðaldabókmennta í sinni fyrstu barnabók.

úr bókinni

Konungur hafði ákveðið að öllum drekum í ríkinu skyldi útrýmt á fimm árum. Þetta hefði þótt fífldjörf og ofurmannleg ráðagerð í fyrstu en nú voru fimm ár liðin og aðeins einn dreki var eftir. Heilum sex tugum dreka hafði verið komið fyrir kattarnef af fjölmennum hópi seiðkarla og galdramanna en þeim hafði fækkað smám saman því að drekarnir voru engin lömb að leika sér við. Hárbarður hafði þurft að standa einn andspænis seinustu þremur drekunum.
   Nú spyr sjálfsagt einhver: Hvernig stóð á því að vaskri sveit galdramanna, hinni svokölluðu Drekasérsveit (í daglegu tali oftast kölluð DSS), hafði verið falið það göfuga verkefni að hreinsa ríkið af drekum? Var það ekki verkefni handa óttalausum unglingi af konungakyni?
   Jú, auðvitað - en slíkir unglingar fundust því miður engir lengur og konungur var orðinn hundleiður á að reka á eftir köppum sínum og berserkjum. Flestir þeirra reyndust vera með gigt sem kom í veg fyrir langar setur í kulda og trekki í grennd við drekabæli. Nokkrir höfðu fengið ofnæmi fyrir drekablóði og þeir fáu sem tóku áskoruninni slösuðust óvænt rétt fyrir brottför. Eða konurnar komu grátandi á fund konungs og báðu mönnum sínum vægðar. Konungur mátti ekkert aumt sjá og neyddist þá til að leysa viðkomandi kappa undan drekadrápinu.
   Þá var ekki annað til bragðs að taka en kalla saman helstu galdramenn ríkisins, þar á meðal Hárbarð sem á þeim tíma var talinn sjötti fremsti galdramaður í konungsríkinu. Smám saman hafði hann þó hækkað á listanum eftir því sem félagar hans týndu tölunni. Seinasta árið hafði hann borið heitið yfirgaldrameistari Hrólfs konungs og hvert sem hann fór var honum fagnað eins og hann væri sjálfur Sigurður Fáfnisbani, frægasti drekadrápari í Norðurálfu.

(6-7)

 

Fleira eftir sama höfund

álfheimar risinn

Álfheimar: Risinn

Risinn er önnur bókin af fjórum um fjögur ungmenni í heimi álfanna, sú fyrsta var Bróðirinn
Lesa meira
álfheimar bróðirinn

Álfheimar: Bróðirinn

Bróðirinn er fyrsta bókin af fjórum um fjögur ungmenni í heimi álfanna
Lesa meira

Útlagamorðin: saga um glæp

Lesa meira

Brotamynd

Lesa meira

Glæsir

Lesa meira

Fréttir frá mínu landi. Óspakmæli og örsögur

Lesa meira

Vonarstræti

Lesa meira

Urðarköttur: saga um glæp

Lesa meira

Bölvun múmíunnar

Lesa meira