Beint í efni

Skaði

Skaði
Höfundur
Sólveig Pálsdóttir
Útgefandi
Salka
Staður
Reykjavík
Ár
2021
Flokkur
Skáldsögur

um bókina

Rannsóknarlögreglumaðurinn Guðgeir og teymi hans er kallað að tjaldsvæðinu í Herjólfsdal eftir að ljóst er að þar hafa átt sér stað voveiflegir atburðir. Skemmtiferð vinahjóna virðist hafa farið á annan veg en til stóð og ljóst er að margt býr undir yfirborði og ásjónu fólks. Rannsókn lögreglunnar teygir anga sína víða, allt frá eldfjallaeyjunni til frumskóga Mið-Ameríku.

úr bókinni

Rúllugardínur voru dregnar fyrir alla glugga og frágangur í bústaðnum bar þess erki að eigendurnir væru ekki væntanlegir í bráð. En nú í álðinum ágúst var tekið að skyggja á kvöldin og bjartar nætur sumarsins færðust fjær með hverjum deginum sem leið. Klukkan var orðin tíu og orðið dimmt inni. Diljá þorði ekki að kveikja ljós en velti fyrir sér hvort henni væri óhætt að kíkja á sjónvarpið. Ef nágranni ætti leið hjá gat aðeins örlítil ljósrönd meðfram gardínu vakið grunsemdir um innbrot í sumarbústaðinn. Hún færði sig frá einum glugga til annars og gægðist varlega út. Hvergi var sálu að sjá svo hún lét undan freistingunni og hraðspólaði yfir fréttirnar þar til kom að því sem hún leitaði að. "Lögreglan lýsir eftir Diljá Sigurðradóttur, 33 ára Reykvíkingi. Hún er 163 á hæð, grannvaxin með meðalsítt dökkt hár og brún augu. Talið er hugsanlegt að hún sé á dökkgráum Land Cruiser-jeppa og hafi verið um borð í Herjólfi á leið frá Vestmannaeyjum í morgun. Þeir sem geta gefið upplýsingar um ferðir Diljár eru vinsamlega beðnir um að hafa samband við lögregluna hið fyrsta."

Diljá starði á skjáinn. Atburðir síðasta sólarhrings urðu æ raunverulegri. Hún reyndi að kyngja en hálsinn var skraufþurr. Nú birtist gömul mynd af henni, tekin af starfsmannasíður Þrekstöðvarinnar og síðan önnur þar sem hún leiddi Maríu Líf sér við hönd en andlit stelpunnar hafði verið sveipað móðu. Myndin hafði verið tekin fyrir þremur árum síðan. Þær mæðgurnar voru á leið í matarboð til frænku sinnar. Diljá fannst sem hún sæi einlæg augu dóttur sinnar og heyrði skæra röddina spyrja sig hvort það yrðu krakkar í boðinu sem hægt væri að leika sér við. Skjálfandi fingrum slökktu hún á sjónvarpinu.

(s. 78-79)

Fleira eftir sama höfund

Flekklaus

Lesa meira

Hinir réttlátu

Lesa meira

Leikarinn

Lesa meira

Refurinn

Lesa meira

Fjötrar

Lesa meira

Eiskaltes Gift /

Lesa meira

Tote Wale

Lesa meira

Klettaborgin

Lesa meira
miðillinn

Miðillinn

Á köldum vetrarmorgni er rannsóknarlögreglan kölluð út að Hólavallagarði. Innan um þá sem þar hafa verið lagðir til hinstu hvílu finnst lík eldri konu og fljótt er ljóst að dauðdaga hennar hefur borið að með saknæmum hætti. Hver getur hafa átt eitthvað sökótt við þessa eldri konu sem virðist hafa verið hlédræg, vanaföst og einförul? Þegar rannsókninni miðar áfram er greinilegt að ekki var allt sem sýndist í lífi konunnar og Guðgeir Fransson og teymi hans eiga fullt í fangi með að leysa þetta dularfulla mál sem meðal annars leiðir þau á miðilsfundi og djúpt í þyrnum stráða fortíð fórnarlambsins.. .  
Lesa meira