Beint í efni

Sprelligosar

Sprelligosar
Höfundur
Andrés Indriðason
Útgefandi
Námsgagnastofnun
Staður
Reykjavík
Ár
1989
Flokkur
Barnabækur

Gylfi Gíslason myndskreytti.

Úr Sprelligosum:

Ég ætla að byrja á
að spyrja þig að einu:

Hvernig liði þér
ef þú hefðir skotið
úr túttubyssu
inn í augað á besta vini þínum
alveg óvart?

Hvernig liði þér
ef þetta hefði komið fyrir
og besti vinur þinn
væri á spítala út af þessu?

Ég veit hvernig þér liði.
Þér liði eins og mér núna.
Þú værir alveg í klessu.
Þú gætir ekki hugsað um annað
en þetta.

Þetta gerðist í gær
úti hjá strætóskýlinu
þegar skólinn var búinn.
Það vissi enginn
af hverju hann hljóp
allt í einu heim
og hélt fyrir annað augað.

Það vissi enginn
hvað hafði komið fyrir.

Nema ég.

(s. 5-6)

Fleira eftir sama höfund

Ég veit hvað ég vil

Lesa meira

Ein langer Winter für Páll

Lesa meira

Eins og skugginn

Lesa meira

Elísabet

Lesa meira

Elsku barn!

Lesa meira

Manndómur

Lesa meira

Það var skræpa

Lesa meira

Það var skræpa

Lesa meira

Sprelligosar

Lesa meira