Beint í efni

Stolt

Stolt
Höfundur
Margrét Tryggvadóttir
Útgefandi
Mál og menning
Staður
Reykjavík
Ár
2023
Flokkur
Ungmennabækur

Um bókina

Blær ræður sig í sumarvinnu á lítið hótel úti á landi. Hún heillast fljótt af Felix, sem er einnig að vinna á staðnum, en finnur aldrei rétta tækifærið til að segja að hún sé trans.

Fljótlega renna á hana tvær grímur og hún veit ekki hverjum hún getur treyst. Er eitthvað að marka orðróm um að hún þurfi að vara sig á Felix? Og hver er þessi glæsilega en mislynda Bella, samstarfskona hennar? Fljótlega kemst hún að því að óupplýst mannshvarf tengist Felix og húsinu sem hún býr í en áhugaleysi ættingja vekur furðu hennar.

Úr bókinni

Þrátt fyrir öll sín loforð um að segja Óðni frá öllu sem gerðist í húsinu greindi Blær honum ekki frá neinu. Hún sagði ekki frá vanlíðan Felix og hvorki fruntaskapnum í Bellu né einkapartíinu sem þau Aron höfðu staðið fyrir og hafði haldið vöku fyrir henni aðfararnótt miðvikudags. Og hún sagði ekki frá stílabókinni né innihaldi hennar. Hún hafði auðvitað lofað Felix að gera það ekki og það loforð ætlaði hún að standa við. En hún hafði ekki lofað neinu um allt hitt, nema þá að segja Óðni frá og hún var með samviskubit yfir að greina ekki frá öllu eða að minnsta kosti öllu nema dagbókinni. En henni fannst það flókið. Hvar ætti hún eiginlega að byrja? Það var ekkert eitt í samskiptum þeirra Bellu, en saman söfnuðust ótal lítil atvik sem voru ekki í lagi þótt hvert og eitt þeirra virtist smávægilegt.
   Bella varð ekkert ljúfari í umgengni þegar leið á vikuna. Blær hafði skoðað færslurnar hennar um giftinguna á samfélagsmiðlum og þótt hún hefði ekki mikið vit á lífi áhrifavalda gat hún ekki betur séð en að færslurnar hefðu misst marks. Þær fengu í það minnsta ekki alla þá athygli sem Bella hafði búist við og hún sá að margar eldri færslur höfðu fengið mun jákvæðari viðbrögð. Sumir fylgjendur gagnrýndu jafnvel Bellu og Aron fyrir að birta færslur og myndir af einhverju sem átti að vera leynibrúðkaup enda var það skýring Bellu á gestaleysinu. Það rataði meira að segja í fjölmiðla að þau væru bara að gifta sig til að geta notið ókeypis þjónustu á hótelum og veitingastöðum í auglýsingaskyni. Í einni fyrirsögninni stóð að orðið "brúðkaup" væri réttnefni enda væru brúðhjónin greinilega til sölu. Og þótt Blævi fyndist Bella geta sjálfri sér um kennt þá vorkenndi hún henni líka svolítið. Það gat ekki verið skemmtilegt að sitja undir þessu.

(s. 120-121)

Fleira eftir sama höfund

reykjavík barnanna

Reykjavík barnanna: Tímaflakk um höfuðborgina okkar

Í Reykjavík barnanna er stiklað á stóru um sögu höfuðborgarinnar í máli og myndum
Lesa meira

Íslandsbók barnanna

Lesa meira

Kjarval: Málarinn sem fór sínar eigin leiðir

Lesa meira

Sterk

Birta býr í óvistlegri kjallaraholu með ókunnugu, fullorðnu fólki. Það kýs hún þó miklu heldur en heimabæinn sem hún flúði eftir að hafa komið út sem trans við lítinn fögnuð fjölskyldu og vina
Lesa meira
Leitin að Lúru

Leitin að Lúru

Hundurinn Kaffon á góðan leikfélaga. Það er hún Lúra. En núna er Lúra týnd
Lesa meira

Drekinn sem varð bálreiður

Lesa meira

Útistöður

Lesa meira

Sagan af undurfögru prinsessunni og hugrakka prinsinum hennar

Lesa meira

Skoðum myndlist: heimsókn í Listasafn Reykjavíkur

Lesa meira