Beint í efni

Baróninn

Baróninn
Höfundur
Þórarinn Eldjárn
Útgefandi
Vaka-Helgafell
Staður
Reykjavík
Ár
2004
Flokkur
Skáldsögur

Úr Baróninum:

Í byrjun ágúst var haldinn þjóðminningardagur Borgfirðinga og Mýramanna í næsta nágrenni við Hvítárvelli, á bökkunum milli Þingness og Hvítárbakka. Slíkar þjóðhátíðir höfðu verið árviss viðburður víða um land allt frá 1874 þegar fagnað var þúsund ára byggð í landinu og konungur færði íslenskum þegnum sínum stjórnarskrá.
Þarna var fólk nú samankomið hvaðanæva úr héraðinu í fögru veðri á sunnudegi til að gera sér dagamun. Margt átti að vera til skemmtunar, söngur og glíma, ræðuhöld og ljóðalestur, kappreiðar, veitingasala og dans.
Ekkert af þessu var þó líklegt til að hljóta aðra eins athygli og þeir vöktu þegar í stað baróninn og greifinn með nærveru sinni einni. Það var eins og sumir ætluðu hreinlega að góna úr sér augun og aðrir að snúa sig úr hálsliðnum þegar þeir birtust þarna eins og ekkert væri þessir umtöluðu frændur í fyrsta sinni á mannamóti í sveitinni innan um bændur og búalið. Enda voru margir innan úr dölum og utan af nesjum sem aldrei höfðu séð þá fyrr en þeim mun meira heyrt af þeim allt sumarið.
Það hafði varla gerst áður að aðvífandi útlendingar sýndu þessum samkomum minnsta áhuga. Þeir stóðu bara eftir sem áður með sínar laxastengur og börðu vatnið þó innfæddir héldu hátíð. En þeir frændur létu sig ekki vanta og það hlaut að vera enn eitt merki þess að þeir litu ekki á sig sem neina gesti heldur væru í raun og sann orðnir heimamenn.
Þeir tóku meira að segja virkan þátt í gleðinni og lögðu reyndar drjúgan skerf til dagskrárinnar. Baróninn tók þátt í kappreiðunum á Grána sínum og sigraði meira að segja nokkuð auðveldlega.

(s. 124-5)

Fleira eftir sama höfund

Flügelrauschen

Lesa meira

Le sens pris aux mots

Lesa meira

Les visiteurs du passé

Lesa meira

Rester interdit

Lesa meira

Barnasögur úr ýmsum áttum

Lesa meira

Vaknaðu, Sölvi

Lesa meira

Ása og Erla

Lesa meira

Hér liggur skáld

Lesa meira

Im Blauturm

Lesa meira