Jump to content
íslenska

Glæpurinn: ástarsaga (The Crime: A Love Story)

Glæpurinn: ástarsaga (The Crime: A Love Story)
Author
Árni Þórarinsson
Publisher
JPV-útgáfa
Place
Reykjavík
Year
2013
Category
Novels

úr bókinni

Hún rumskaði og reyndi að muna hvað hún hét. Sú viðleitni vék eftir því sem meðvitundin um kunnuglega vanlíðan varð sterkari. Gegnum þverrandi vímu var eins og hún hefði skraufþurra, illa lyktandi gólftusku í munninum og meltingarvegurinn væri undirlagður gaddavírsflækjum. Óbragðið og ógleðin heltóku líkamann. Taugaskjálftinn var ekki langt undan, uppköstin tímaspursmál. Þetta vissi hún þótt hún vissi ekki margt annað. Þetta voru fastir liðir eins og venjulega.
   Með herkjum tókst henni að opna klístruð augun. Nokkrar ljósflísar smeygðu sér gegnum göt á svörtum ruslapoka sem strengdur var fyrir gluggann. Þær stungust í sjónhimnuna svo að hún lokaði augunum aftur. Hún vissi þó hvar hún var. Hún vissi að hún lá í fósturstellingu á blettóttri gólfdýnu innan um bókastafla og pappakassa í geymslukompunni hjá Hlyni. Hvernig eða hvenær hún komst þangað vissi hún ekki.
   Þegar hún leiddi hugann að gærkvöldinu var það aðeins óljósar útlinur, rissaðar titrandi hendi. Hugboð varaði hana við að reyna að fylla út í myndina.
   Eitthvað hafði gerst. Ekki þetta hrikalega sem gerðist svo oft. Eitthvað annað. eitthvað skelfilegt. Eitthvað sem mátti ekki gerast.
   Hún þreifaði á sér. Hún var alklædd. Það var hún alltaf þegar hún vaknaði heima hjá Hlyni.
   Við hlið dýnunnar grillti í bjórdós.
   Guð, láttu hana ekki vera tóma.
   Hún teygði sig eftir dósinni og fann strax á þyngdinni að hún var hálftóm sem þýddi hálffull. Nokkrum andartökum síðar var hún galtóm.
   Henni leið jafnilla. Hún brölti á fætur, hægt og með erfiðismunum. Þegar hún stóð loksins upprétt var einso g hún væri að fá aðsvif. Hún riðaði og hana svimaði. Þegar hún hafði vanist birtunni sá hún að rauði flaujelsjakkinn var skítugur og slitnar gallabuxurnar eins og hún hefði setið í drullupolli. Strigaskórnir voru fyrir löngu hættir að vera hvítir.
   Þegar hún snerti andltið var það of dofið til að vera aumt. Hún varð að komast á klósettið. Hún yrði bara að gæta þess að líta ekki í spegilinn. Það var lykillinn. Ekki horfa í spegilinn.

(s. 18-19)

 

More from this author

Ein herz so kalt

Read more

Dauði trúðsins (Death of a clown)

Read more

Dauði trúðsins (Death of a clown)

Read more

Natten har tusind öjne

Read more

Die verschwundenen Augen: Kriminalroman aus Reykjavík

Read more

Dagurinn í gær (Yesterday)

Read more

Nóttin hefur þúsund augu (The Night Has a Thousand Eyes)

Read more

Hvíta kanínan (The White Rabbit)

Read more