Jump to content
íslenska

Svar við bréfi Helgu (Reply to a Letter to Helga)

Svar við bréfi Helgu (Reply to a Letter to Helga)
Author
Bergsveinn Birgisson
Publisher
Bjartur
Place
Reykjavík
Year
2010
Category
Novels

Úr bókinni
 

Síðan kom að desemberdeginum þegar ég hjálpaði þér við að hleypa til. Ég kom eins og samið var um með brundhrútinn Kút, gersemi af Jökuldalskyninu. Ég man að þetta bar upp á Ambrósíumessu og gallinn minn angaði af glussa því ég hafði verið að gera við Internationalinn hans Gauta á Stað daginn áður.

Þú fórst strax að tala illa um Hallgrím, sem var á kafi í merunum fyrir austan. Ég skildi að snurður voru á ykkar þræði líka. Hallgrímur lét búskapinn hvíla of mikið á þínum hefðum en sýndi þér of litla blíðu þegar hann var nálægur. Já, ég verð að segja eins og er að hann var ekki mikill bóndi, hann Hallgrímur, og verrfeðrungur hinn mesti því þær eru ófáar frægðarsögurnar af Jónasi gamla föður hans sem braut undir sig firn af slægjum í Alviðru og sagt var að sprytti gras framar öðrum bændum.

Auðvitað hjálpaði ég þér að hleypa til þennan rauða skammdegsidag, ég reyndi alltaf að vera þér til taks, bæði sem vinur og sem forðagæslumaður Hörgárhrepps. Ég lullaði slóðann meðfram sjónum á gamla Farmlinum með Kút í kerrunni, yfir Lambeyrarnar og fram með harðvellisgrundunum sem alltaf voru snjóléttar fram á Skorarhamrana. Framhjá Blóðbrekkunni svokölluðu, þar sem sagt er að unglingsstrákur á miðöldum hafi skorið sig á háls og látið sér blæða út. Þar flæðir blóðbergið um steinana og þar kom alltaf einhver djúprættur höfgi yfir mig.

Ég leit út á Barnaskerin þar sem össur átu smábörn í makindum forðum tíð, sem þær kræktu í á bæjartúnum, meðan mæður æptu í fjörum en engum bát varð komið út fyrir brimi. Hver heyrði ekki skerandi barnagrátinn leggja frá þessum skerjum er þokur voru á og norrænur? Síðan fór ég á lullinu framhjá Freyjuskjóli, þar sem mönnum rís hold og konum slakna skaut að þarfalausu, einum á ferð, enda um gamlan áningarstað að ræða þar sem gjarna var slegið undir í barn. Þar í þeim fornu taufum fór ég hægt og hugsaði til þín. Já, það var kannski punkturinn þar sem ekki varð aftur snúið? Þessu næst niður gilið og yfir Þröngbotnalæk, þessa ekkisins sprænu sem frá fornu fari markaði löndin milli bæjanna, og þar af leiðandi á milli okkar, því ef ekki hefði verið fyrir lækinn hefðu Kolkustaðir átt allt landið fram að Víðinesánni; þá hefði Alviðra aldrei verið til og enginn Hallgrímur, því þar hefði þá ekki búið Jónas faðir hans né Kristinn á undan honum. Þá hefðu bara verið ég og þú, Helga mín. Og Kolkustaðir.

(23-5)

More from this author

Drauganet (Ghost net)

Read more

Svar við bréfi Helgu (Reply to a Letter to Helga-audiobook)

Read more

Paarungszeit

Read more

Den svarte vikingen

Read more

Handbók um hugarfar kúa – skáldfræðisaga (Manual on the Mentality of Cows)

Read more

Innrás liljanna (Invasion of the Lilies)

Read more

Geirmundar saga heljarskinns: íslenzkt fornrit (Saga of Geirmundur heljarskinn)

Read more

Lifandilífslækur (Vitality Brook)

Read more

Et landskab er aldrig tåbelig

Read more