Nú þegar dagurinn er jafnlangur um alla jarðkringluna koma rithöfundarnir Linda Vilhjálmsdóttir, Ragnheiður Lárusdóttir og Brynja Hjálmsdóttir og ræða um skáldskapinn og sköpunarferlið. Sérstök áhersla verður lögð á bækur þeirra Humm, Kona/Spendýr og Kona lítur við. Sem eiga það sameiginlegt að fjalla að einhverju leyti um það að vera kona. Bækurnar eru ólíkar eins og skáldin sjálf, en haldast fallega í hendur og á viðburðinum forvitnumst við um tilurð ljóðanna, baksöguna og horfum bæði til framtíðar og fortíðar með femínískum lesgleraugum.
kl.
Borgarbókasafnið Kringlunni
Listabraut 3, 103 Reykjavík
Ljóðakaffi | Vorjafndægurljóð
