Beint í efni

Syngjandi fiskur

Syngjandi fiskur
Höfundur
Úlfar Þormóðsson
Útgefandi
Óskráð
Staður
Reykjavík
Ár
1994
Flokkur
Skáldsögur


Af bókarkápu:



Syngjandi fiskur er hrífandi skáldsaga, fleytifull af töfrum og raunsæi og skrifuð af list.



Úr Syngjandi fiskur:



Í ljósaskiptunum, fyrsta þriðjudag í október, sat hann á bekk við Austurvöll og horfði uppundir forsetann. Þá tók hann eftir því að þjóðfáninn gekk í sífellu upp og ofan flaggstöng á þinghúsinu. Hönd kom upp um þakglugga, dró hann að húni í tveimur rykkjum og hvarf síðan snögglega. Féll fáninn þá í hálfa stöng. Þar sat hann fastur og blakti hróðugur fyrir vindi milli þess sem honum var kippt uppávið. Veiðibjalla sveif nokkra hringi á dimmbláum himni yfir stönginni en settist síðan á vindskeið á klukkuturni dómkirkjunnar. Hún virtist eiga erfitt með að fóta sig í sperringnum þar uppi og brá á það ráð að teygja fram álkuna í átt að flagginu og skaut goggnum til hvílu á þverbjalka sem gerði málmkross efst á turninum. Þegar hún hafði skorðað sig þannig af horfði hún hreyfingarlaus á ferðir fánans um stöngina. Klukkan í turninum sló fimm. Við það teygði Jósef Jósef fram sína álku líkt og vargurinn, stóð upp og horfði til himins. Fuglinn sat kyrr. Fáninn stóð fastur í hálfri stöng og blakti með háum hvellum því skyndilega bætti í vind efra. ,,Fugl eða fáni,“ spurði Jósef Jósef út í bláinn og án þess að bíða eftir svari setti hann undir sig höfuðið, sneri baki við Jóni forseta og hélt þungstígur og álútur yfir í Austurstræti upp Bankastræti og inn á Skólavörðustíg þar sem hann bjó.



Einn.



(s. 7-8)


Fleira eftir sama höfund

Sódóma - Gómorra

Lesa meira

Sambönd: eða blómið sem grær yfir dauðann

Lesa meira

Ákæran: Sóknarnefndin gegn Séra Páli

Lesa meira

Þrjár sólir svartar

Lesa meira

Á fullu tungli

Lesa meira

Hrapandi jörð: Skáldsaga um Tyrkjaránið

Lesa meira

Rauð mold: Skáldsaga um Íslendinga í Barbaríu

Lesa meira

Hallgrímur: Skáldsaga um ævi Hallgríms Péturssonar

Lesa meira

Átt þú heima hér?

Lesa meira