Beint í efni

Augun í bænum

Augun í bænum
Höfundur
Sindri Freysson
Útgefandi
Óskráð
Staður
Reykjavík
Ár
1998
Flokkur
Skáldsögur

Úr Augunum í bænum:

Augun sem ég vel skipta sköpum. Ég verð að horfa með augum landkönnuðar, augum uppfinningamanns, augum elskhuga við fyrstu kynni. Einsog ég líti undrandi yfir sandöldur í eyðimörk, sjái mynd hreyfast í fyrsta skipti eða púður brenna, afklæði konu sem ég hef aldrei séð nakta.
 Ég verð að uppgötva heilan bæ, hús og götur á nýjan leik, berja að dyrum og spyrja fólk sem ég ólst upp með og fólk sem ég elskaði að nafni. Ég verð að villast um ganga sem ég tók þátt í að mála, ganga sem ég hjálpaði til við að hengja myndir á, verð að reka upp stór augu þegar ég skoða herbergi sem ég hef sofið í og vakað.
 Ég verð að vera ókunnugur í eigin lífi um stundarsakir, útlendingur í eigin hugskoti og heimabæ. Annars hleyp ég yfir öll mikilvægu smáatriðin sem öðrum virðast ómerkileg, gleymi atburðum sem skýra tilvist annarra, rek gloppótta ástarsögu. Ég verð að skrifa söguna einsog ég hafi aldrei lifað hana. Það er eina vonin til þess að þú skiljir örlítið í sögunni og glæpnum sem var framinn í bænum; að ég verði fugl sem kemur í heimsókn brot úr degi.
 Eini vandinn er að mig skortir löngun til að segja frá. Mig langar ekki hið minnsta til að verða höfundur, sagnaþulur, skrásetjari, skáld, skrifari, sögumaður. Innst inni vil ég frekar gleyma en varðveita, núorðið að minnsta kosti.

(s. 5-6)

Fleira eftir sama höfund

Fljótið sofandi konur

Lesa meira

Ljóð í 25 poètes islandais d´aujourd´hui

Lesa meira

Smásögur og ljóð í Wortlaut Island

Lesa meira

Dóttir mæðra minna

Lesa meira

Ljóðveldið Ísland

Lesa meira

Skuggaveiði

Lesa meira

Góðir farþegar

Lesa meira

Flóttinn

Lesa meira

(M)orð og myndir

Lesa meira