Beint í efni

Baneitrað samband á Njálsgötunni

Baneitrað samband á Njálsgötunni
Höfundur
Auður Haralds
Útgefandi
Iðunn
Staður
Reykjavík
Ár
1985
Flokkur
Unglingabækur

Um bókina

Mætir Konráð skilningi hjá móður sinni? Nei. Hann finnur það nú bara bezt þegar hún rífur græjurnar hans úr sambandi á næturnar.

Svo hittir Konráð huggulega stelpu úr Hafnarfirði. En skánar lífið við það? Nei, því Lillu finnst ólíklegt að heimsendir komi fyrir jól og svo heldur mamma hans að Landleiðir gefi henni gullúr fyrir það eitt að fjármagna Konráð í strætó.

Heimurinn stendur sameinaður gegn Konráði, meira að segja löggan fer með hann heim, alsaklausan, grunaðan um ölvun á Hallærisplaninu.

Úr bókinni

   Þetta var allt vonlaust. Og tilgangslaust.
   Ég var að hugsa um að hátta bara.
   Það var hvort eð er dauðamyrkur úti. Dagur samkvæmt klukkunni, en heimskautanótt úti. Voru þetta einhver lífsskilyrði?
   Fyrir utan smáræði eins og að þeir gátu eytt heiminum áttatíu sinnum. Bara með kjarnavopnunum sínum. Geggjaður uppgjafakobboj í Hvíta húsinu og fárveikt gamalmenni með óteljandi öldrunarsjúkdóma í Moskvu.
   Og þó að annar þeirra léti ekki ýta á hnappinn í geðveikikasti, þá þurfti bara fuglahóp sem einhver taugaveikluð tölva héldi að væri árás.
   Bammmm.
   Allt búið.
   Afvopnunarhlaup? Það var lausnin.
   En hvað þýddi það? Voru ekki kellingar um allan heim vopnaðar úðabrúsum? Gráar fyrir járnum, þessar kellingar, úðandi svitameðulum, ilmvötnum og lyktareyði, býttandi á lyktum allan daginn. Úðandi bóni og ofninn að innan af því þær gátu ekki lengur rekið lúkuna og hvíta stormsveipinn inn í hann. Úðandi á sér tærnar og hárið og blómin og rúðurnar og bara allt sem hægt var að miða brúsa á. Og í hvert sinn sem þær ýttu á litla plasttappann, þá var það hér um bil jafn magnað og ef Reagan ýtti á hnappinn sinn. Heimskar kellingar að eyðileggja lofthjúp jarðar.
   Kannski yrðu þeir á undan í Venezúela. Skógareyðing auðvaldssina var langt komin með lofthjúpinn.
   Bara spurning um tíma.
   Sjórinn ein samfelld úrgangsfroða. Sennilega köfnuðu fiskarnir á undan okkur. Nema við dræpumst af að éta þá, baneitraða af kvikasilfri.
   Meira að segja rollurnar í Straumsvík með flúorbrenndar tennur.
   Sennilega væri bezt að fá að deyja samstundis. Bara svona zapppp! Einn blossi og búið.

(s. 7-8)

Fleira eftir sama höfund

hvað er drottinn að drolla?

Hvað er drottinn að drolla?

Miðaldra bókhaldari vaknar skyndilega upp sem gjafvaxta ungmey í Englandi á 14. öld. 
Lesa meira
hlustið þér á mozart?

Hlustið þér á Mozart? Ævintýri fyrir rosknar vonsviknar konur og eldri menn

Rósemi Lovísu verkar sem fyrirboði, gamla konan fær ónot í magann, hana langar ekki að heyra meira, en hún verður.
Lesa meira
litla rauðhærða stúlkan

Litla rauðhærða stúlkan

Hér er stutt saga af lítilli rauðhærðri stúlku sem skrifuð var af Auði Haralds í samstarfi við Vigdísi Hlíf Sigurðardóttur sem er höfundur myndefnis.
Lesa meira
læknamafían

Læknamafían : Lítil pen bók

Mér líður eins og perlumóður, ég á að halda áfram að safna steinum.
Lesa meira
hvunndagshetjan

Hvunndagshetjan : Þrjár öruggar aðferðir til að eignast óskilgetin börn

Ég var orðin einstæð móðir án þess að taka eftir því.
Lesa meira
ung, há, feig og ljóshærð

Ung, há, feig og ljóshærð

Uss, það er enginn vandi að skrifa ástarsögu.
Lesa meira
Elías

Elías

Hún hafði náð í sérstaklega harðgert gaddavírsgarn og búið til eins konar húfu. Húfan var hauspoki með tveim hnappagötum fyrir augun.
Lesa meira
elías, magga og ræningjarnir

Elías, Magga og ræningjarnir

Bankastjórinn kom og ætlaði að þakka henni fyrir að bjarga bankanum og Magga skammaði hann bara fyrir að hafa svona banka þar sem fólk þyrfti að nota byssu til að fá afgreiðslu.
Lesa meira
elías í kanada

Elías í Kanada

Á veggjunum í ganginum og eldhúsinu mjökuðstu sniglarnir mínir upp og niður og þreifuðu fyrir sér með fálmurunum. Alveg hafði ég steingleymt þeim þegar ég kom heim kvöldið áður. Um nóttina höfðu þeir svo skriðið upp úr bakpokanum og voru ennþá að leita að góðum steini til að búa á.
Lesa meira