Beint í efni

Frá Rauðasandi til Rússíá : Dr. Kristinn Guðmundsson fyrrum utanríkisráðherra og ambassador rifjar upp endurminningar sínar

Frá Rauðasandi til Rússíá : Dr. Kristinn Guðmundsson fyrrum utanríkisráðherra og ambassador rifjar upp endurminningar sínar
Höfundur
Gylfi Gröndal
Útgefandi
Setberg
Staður
Reykjavík
Ár
1974
Flokkur
Ævisögur og endurminningar

Úr Frá Rauðasandi til Rússíá:

Innkaupastjóri á Grettisgötu
Ég er orðinn gamall og latur. Þegar kunningjarnir hitta mig á förnum vegi, til dæmis hérna á Grettisgötunni eða niðri á Laugavegi, spyrja þeir gjarnan, hvað ég geri núna.
,,Ég er innkaupastjóri, svara ég um hæl og er talsvert drjúgur með mig.
,,Nú, segja þeir undrandi á svip og forvitnir. ,,Hjá hverjum ertu innkaupastjóri?
,,Hjá konunni, segi ég.
Þá dettur af þeim andlitið.
Með þessum orðum tók dr. Kristinn Guðmundsson, fyrrum utanríkisráðherra og ambassador, á móti mér, er ég heimsótti hann í fyrsta sinn. Erindið var að ræða við hann þá hugmynd, að við settum saman bók um ævi hans.
Þetta var skömmu eftir hádegi á laugardegi í byrjun októbermánaðar. Bjart var yfir höfuðborginni, snjóföl á jörðu, heiðríkur himinn og dauf vetrarsól. Ferskur andblær fyllti vit mín á leiðinni, og eftirvænting lá í loftinu.
Og nú stóð hann þarna fyrir framan mig, hár í vexti og þrekinn, silfurhærður og svipurinn í senn góðlegur og glettinn.
Sannleikurinn er sá, að ég geri ekkert núorðið, sagði hann, þegar við vorum setztir í stofu á heimili hans að Grettisgötu 96. Það er helzt að ég rölti í búðir fyrir konuna, enda er ég orðinn sjötíu og sex ára.

Fleira eftir sama höfund

Ég skrifaði mig í tugthúsið : Valdimar Jóhannsson bókaútgefandi segir frá

Lesa meira

Eilíft andartak

Lesa meira

Eldhress í heila öld : Eiríkur Kristófersson skipherra segir frá ævintýrum sínum og atburðum þessa heims og annars

Lesa meira

Fólk í fjötrum : baráttusaga íslenskrar alþýðu

Lesa meira

Franklin D. Roosevelt : Ævisaga

Lesa meira

Byggð bernsku minnar : Ævisaga Tómasar Þorvaldssonar I

Lesa meira

Íslensk veitingasaga I : Gestir og gestgjafar : nokkrar svipmyndir af veitingastarfsemi á Íslandi í tilefni af fimmtíu ára afmæli Sambands veitinga- og gistihúsa

Lesa meira

Íslensk veitingasaga II : Þjónusta, matur og menning : Nokkrar svipmyndir af félagsstarfi og fagmennsku matreiðslu- og framreiðslumanna í sjötíu ár

Lesa meira

Þegar barn fæðist : Endurminningar Helgu M. Níelsdóttur ljósmóður

Lesa meira