Beint í efni

Kæra Greta Garbo og aðrar sögur

Kæra Greta Garbo og aðrar sögur
Höfundur
Óskar Árni Óskarsson
Útgefandi
Bjartur
Staður
Reykjavík
Ár
1999
Flokkur
Íslenskar þýðingar

William Saroyan: Sögur úr bókinni The daring young man on the flying trapeze.

Úr Kæra Greta Garbo og aðrar sögur: 

SLANGA

Á göngu sinni um garðinn í maí sá hann litla brúna slöngu skjótast burt milli laufblaðanna í grasinu, og hann elti hana með langa trjágrein og um leið skynjaði hann meðfæddan ótta mannsins við skriðdýr.
 Einmitt, hugsaði hann, tákn illskunnar, og hann snerti slönguna með greininni svo hún hnipraði sig saman. Slangan lyfti höfðinu og hjó í greinina, skaust svo dauðskelfd gegnum grasið og hann á eftir.
 Slangan var einstaklega falleg og ótrúlega klók og hann ákvað að fylgja henni eftir dálitla stund til að forvitnast um hana.
 Litla brúna slangan dró hann með sér langt inn í garðinn þar til hann hvarf úr augsýn og var einn með henni. Það hvarflaði að honum að hann væri að brjóta eitthvert lögmál með því að veita slöngunni eftirför og í huganum undirbjó hann skýringu ef einhver skyldi rekast á hann. Ég er nemandi í nútíma siðfræði, datt honum í hug að segja, ég er myndhöggvari og ég er að kanna líkamsbyggingu snáka. Að minnsta kosti mundi hann hafa einhverja skýringu á reiðum höndum.
 Hann mundi ekki láta það uppi að hann ætlaði að drepa slönguna.

(s. 31-32)

Fleira eftir sama höfund

Poesia e spiritualità. Anno II n. 4

Lesa meira

Ljóð í Neue Lyrik aus Island

Lesa meira

Kuðungasafnið

Lesa meira

Það sem við tölum um þegar við tölum um ást

Lesa meira

Das Glitzern der Heringsschuppe in der Stirnlocke. Ein isländisches Familienporträt.

Lesa meira

Einnar stjörnu nótt

Lesa meira

Nokkrar línur um ljóðlist

Lesa meira

Kötturinn og kölski

Lesa meira

Lakkrísgerðin

Lesa meira