Beint í efni

Koma jól?

Koma jól?
Höfundar
Hallgrímur Helgason,
 Rán Flygenring
Útgefandi
Angústúra
Staður
Reykjavík
Ár
2021
Flokkur
Ljóð

Um bókina

Koma jól? Er jólaljóðabók eftir Hallgrím Helgason og Rán Flygenring sem kveðst á við fræga bók Jóhannesar úr Kötlum, Jólin koma. Hér er að finna nýjustu fréttir af Grýlu og Jólakettinum og þá stíga hinar jökulhressu Grýludætur, systur jólasveinanna, fram úr þúsund ára löngum skugga bræðra sinna og arka til byggða, hver með sínu lagi og hrekkjabrögð í farteskinu: Bjalla, Grýlurós, Litla ljós, Fantasía, Stelpustoð, Töskubuska, Bokka, Tertuglöð, Fiturönd, Augasteinastara, Áttavillt, Svangatöng og Kortasníkja. 

Kvæðin heita Koma jól?, Skógjafatíð, Jólasystur, Grýlukvæði, Grýluvísa, Jólakötturinn og Íslandsjól. 

Myndir bókarinnar eru ristar í dúk. 

Úr bókinni

Koma jól? 

Jólin koma. Koma jól? 

Kviknar ljós í hjarta? 

Verður heilagt? Hækkar sól? 

Mun hátíð gleði skarta? 

 

Færum heimi friðaróð, 

fögnum hvíld frá önnum. 

Í brjósti finnum birtusjóð 

og berum öllum mönnum. 

 

Allir muna ár og síð 

æskujólin heima. 

Verum góð við börnin blíð, 

þau blessun aldrei gleyma. 

 

Þá  verða eins og vera ber, 

um veturlangar stundir 

við barn í jötu, barn í þér, 

bestir endurfundir. 

 

Klukkur hljóma, koma jól, 

kviknar ljós í hjarta. 

Einni mun þá innri sól 

allur heimur skarta

Fleira eftir sama höfund

Vom zweifelhaften Vergnügen, tot zu sein

Lesa meira

Konan við 1000°

Lesa meira

Three movies away from New York : Reykjavík, isolated yet international

Lesa meira

Málverk en þó ekki. Viðtal við Gerwald Rockenscaub.

Lesa meira

101 Reykjavik

Lesa meira

Islands forfatter

Lesa meira

101 Reykjavik

Lesa meira

Rokland

Lesa meira

Konan við 1000°

Lesa meira