Beint í efni

Komin af hafi

Komin af hafi
Höfundur
Ingibjörg Sigurðardóttir
Útgefandi
Oddur Björnsson
Staður
Akureyri
Ár
1959
Flokkur
Skáldsögur

Úr Komin af hafi:

Svanhvít gengur að stólnum, þar sem hin sjóvotu klæði skipstjórans liggja, og tekur þau upp. Hún ætlar að fara með þau fram úr stofunni, því þar er ekki staður fyrir þau, en um leið og hún tekur jakkann upp, dettur lítil vasabók á gólfið. Svanhvít tekur hana af gólfinu, en sér þá um leið að innan úr bókinni hefir fallið löngu fölnuð rós og gleym-mér-ei. Hún tekur þær upp og opnar bókina, til þess að leggja þær aftur inn í hana. Hún gerir ráð fyrir því, að hin fölnuðu blóm séu eigandanum dýrmæt á einhvern hátt, fyrst hann hefir borið þau á sér. En um leið og hún opnar bókina og leggur blómin í hana, verður henni litið á nafn, sem stendur skráð með fallegri rithönd á titilblað hennar, og það nafn er Gunnar Þórarinsson. Nú er hún ekki í neinum vafa lengur um það, hver skipstjórinn er. Á þennan hátt leiddu örlögin þau saman á ný. En hún ætlar ekki að kynna sig fyrir honum að fyrra bragði, og ekki heldur ávarpa hann á íslenzku, heldur umgangast hann sem dönsk hjúkrunarkona þar til hann sjálfur uppgötvar hið rétta um hana, ef hann þá nokkurn tíma gerir það. Svanhvít gengur að legubekknum á ný og horfir um stund á hið sofandi andlit unga skipstjórans. „Gunnar“, endurómar í sál hennar, blítt og ástheitt. En hún gefur tlfinningum sínum enga útrás, hún hefir fullt vald yfir þeim. Hann virðist hvíla í djúpum svefni. Hún snýr frá legubekknum, tekur hin sjóvotu klæði hans og gengur hljóðlega fram úr stofunni.

(s. 99)

Fleira eftir sama höfund

Die grüne Großmutter

Lesa meira

Bylgjur

Lesa meira

Bylgjur

Lesa meira

Þar sem vonin grær

Lesa meira

Læknir í leit að hamingju

Lesa meira

Við bláa voga

Lesa meira

Við bláa voga

Lesa meira

Vegur hamingjunnar

Lesa meira

Bergljót

Lesa meira