Beint í efni

Við bláa voga

Við bláa voga
Höfundur
Ingibjörg Sigurðardóttir
Útgefandi
Oddur Björnsson
Staður
Akureyri
Ár
1989
Flokkur
Skáldsögur

Úr Við bláa voga:

Gunnvör er ein heima í Grænahvammi. Hún býr sig til mjalta, og heldur út í fjós. Það er langur tími liðinn frá því hún hefur gengt hlutverki fjósakonu. Hún minnist þess ekki, að maður hennar hafi áður sagt henni fyrir verkum á sama hátt og hann gerði þá um kvöldið. Hann lýsti því ekki yfir berum orðum, að hún ætti alla sökina á hvarfi drengsins, en hún fann að hann ásakaði hana um það. Hverju svarar eigin samviska slíkri ásökun? Vegur dómur hennar ekki þyngst? Jú, óneitanlega. Gunnvör andvarpar þungan. Hún sagði drengnum að fara og sækja kýrnar, að venju. Hann svaraði því til, að hann væri hræddur við þokuna. Hún tók það ekkert til greina. Fannst þetta vera aumingjaháttur. Hún sér nú skýrt fyrir hugarsjónum sínum angistina í augum drengsins, þegar hann öðru sinni stundi því upp, að hann væri hræddur við þokuna. Hann fékk þá ekki að ljúka máli sínu. Hún rak hann af stað með harðri hendi. Hann þorði ekki annað en hlýða. Hún finnur ekki lengur til þægilegrar kenndar yfir því afreki sínu. Hvað hefur hún gert? Ef drengurinn skyldi ekki finnast, eða finnast liðið lík. Gunnvör er gripin óstjórnlegri skelfingu við slíka tilhugsun. Það er sem hún heyri þessa voðafrétt í útvarpi allra landsmanna, og sjái hana á síðum dagblaðanna: „Ellefu ára drengur týnist í þoku, og finnst látinn. Drengur, sem hefur verið í sumardvöl á bænum Grænahvammi, var sendur í niðaþoku til að sækja kýr...“

(s. 155-156)

Fleira eftir sama höfund

Die grüne Großmutter

Lesa meira

Bylgjur

Lesa meira

Bylgjur

Lesa meira

Komin af hafi

Lesa meira

Þar sem vonin grær

Lesa meira

Læknir í leit að hamingju

Lesa meira

Við bláa voga

Lesa meira

Vegur hamingjunnar

Lesa meira

Bergljót

Lesa meira