Beint í efni

Lukka: 07.10.13 - 07.10.14

Lukka: 07.10.13 - 07.10.14
Höfundur
Hallgrímur Helgason
Útgefandi
JPV-útgáfa
Staður
Reykjavík
Ár
2016
Flokkur
Ljóð

Úr Lukku

Smáfuglahópur í fallegum sveig
framhjá hárri blokkinni
og fyrir þá næstu

Birtast svo aftur og stilla sér upp
á ljósastaur allir saman

Lúta goggi

Glæsilegt atriði í söngleik
sem drepinn var af gagnrýnendum
en fer þó fram í uppljómuðu leikhúsi
við Shaftesbury Avenue í London
og bara við tvö í salnum

Við klöppum ekki
og þeir tygja sig baksviðs

---

Sólin er sein á fætur
þennan daginn

Birtist rétt fyrir hádegi
og breytir hélu í dögg
vetri í sumar

Hinsta brosið á banasæng

Dauft en þó dýrast allra

(26-7)

Fleira eftir sama höfund

Vom zweifelhaften Vergnügen, tot zu sein

Lesa meira

Konan við 1000°

Lesa meira

Three movies away from New York : Reykjavík, isolated yet international

Lesa meira

Málverk en þó ekki. Viðtal við Gerwald Rockenscaub.

Lesa meira

101 Reykjavik

Lesa meira

Islands forfatter

Lesa meira

101 Reykjavik

Lesa meira

Rokland

Lesa meira

Konan við 1000°

Lesa meira