Beint í efni

Sakleysingjarnir

Sakleysingjarnir
Höfundur
Ólafur Jóhann Ólafsson
Útgefandi
Vaka-Helgafell
Staður
Reykjavík
Ár
2004
Flokkur
Skáldsögur

Af bókarkápu:

Dagur Alfreð Huntingfield fæddist á hurð á norðanverðu Íslandi á fyrri hluta 20. aldar. Bernska hans er viðburðarík, hann flyst út í heim og í lífi hans vegast á ljós og skuggar áður en örlögin leiða hann aftur til Íslands. Eftir sársaukafullt uppgjör rifjar hann upp ótrúlegt lífshlaup sitt til þess að leggja í dóm annarra hvort hann sé sekur eða saklaus. Í þessari áhrifamiklu bók hrífur Ólafur Jóhann Ólafsson lesandann með í magnað flerðalag þar sem sögusviðið er Ísland, England, Indland og Bandaríkin. Um leið og óvenjuleg ævi og örlög Dags Alfreðs eru í forgrunni fléttast inn í líf hans saga margbrotinna einstaklinga - og þeirrar aldar sem nú er að baki.

Úr Sakleysingjunum:

Ég hef enga ástæðu til að véfengja að ég hafi fæðst á hurð. Amma mín fullyrti það og mér þykir lífshlaup mitt allt benda til þess að það sé rétt.

Héraðslæknirinn hafði verið kallaður til morguninn sem mamma tók sótt; það var langt fyrir hann að fara og veður dimmt en hann birtist síðdegis, örþreyttur eftir ferðina yfir Sléttuna, veðurbarinn, snjóugur upp fyrir haus. Hann barði af sér í dyrunum áður en hann gekk inn og amma tók af honum yfirhöfnina og færði hann úr skónum, setti hann í hlýja leista. Hann var hár og sköllóttur, alinn upp við Mývatn en hafði komið í héraðið fyrir tæpum áratug, þótti hagmæltur. Þegar hann gekk inn í dimma stofuna og leit inn í herbergið þar sem mamma lá undir glugga, reis hún upp við dogg, átök í andlitinu, lagðist svo aftur.

Guði sé lof, stundi hún upp. Hann er kominn.

Ekki veit ég fyrir víst hvað gerðist næst en mér þykir ekki ólíklegt að læknirinn hafði sagt eitthvað hughreystandi við mömmu um leið og hann kraup við rúmið þar sem hún lá og fór að skoða hana. Í fyrstu hefur hann eflaust dregið þá ályktun að ég væri óvenju aðgerðalítið barn en svo komst að því við nánari skoðun að ég lá þversum í kviði móður minnar, líkt og ég hefði ákveðið að streitast gegn því af öllum mætti að vera skotið inn í heiminn, kaldan og ógnvekjandi.

Það verður að taka barnið með keisaraskurði, sagði hann þegar farið var að draga af mömmu.
(11)

Fleira eftir sama höfund

Málverkið

Lesa meira
játning

Játning

Tveir íslenskir námsmenn, Elísabet og Benedikt, kynnast í Leipzig skömmu fyrir hrun múrsins.
Lesa meira

Markaðstorg guðanna

Lesa meira

Aldingarðurinn

Lesa meira

Retour en Islande

Lesa meira

Minnenas palats

Lesa meira

Una passeggiata nella notte

Lesa meira

Fjögur hjörtu

Lesa meira

Rakstur

Lesa meira