Beint í efni

Sjöund

Sjöund
Höfundur
Gunnar Hersveinn
Útgefandi
Kind
Staður
Reykjavík
Ár
2008
Flokkur
Ljóð

Sjöund er handsaumað ljóðaumslag með ljóðum eftir Gunnar Hersvein en hönnunin er eftir Sóleyju Stefánsdóttur. Sjöund sameinar mynd, ljóð og bréf í einu umslagi.

Úr Sjöund:

Undir yfirborðinu

Tíndi úr
huga mínum og hjarta
- lagði það varlega frá mér

tíndi úr
huga mínum og hjarta
- þar til allt varð tómt

nema eitthvað
undir yfirborðinu

Blés í jarðveginn

Grunar hvað það er
en þori ekki að snerta.

Ef þú átt einhverju sinni leið hjá
og finnur það í augum mínum

viltu vera svo góð
- hvað sem þér finnst um það
að segja mér ...

Um nótt

Þótt ég komi
skríðandi um nótt
í kafaldsbyl
og knýji dyra á húsi þínu

þótt ég guði á alla glugga
og kalli nafn þitt þúsund sinnum

haltu mér úti
haltu mér úti
hleyptu mér ekki inn

... ástin mín.

Fleira eftir sama höfund

Öðlingurinn: greinasafn um jafnrétti

Lesa meira

Gægjugat

Lesa meira

Tré í húsi

Lesa meira

Þjóðgildin

Lesa meira

Orðspor: gildin í samfélaginu

Lesa meira

Í regnborg hljóðra húsa

Lesa meira

Um það fer tvennum sögum: heimspekirit

Lesa meira

Áar og niðjar Magnúsar og Sólveigar

Lesa meira