Beint í efni

Skrýtnastur er maður sjálfur

Skrýtnastur er maður sjálfur
Höfundur
Auður Jónsdóttir
Útgefandi
Mál og menning
Staður
Reykjavík
Ár
2002
Flokkur
Barnabækur

Bók fyrir börn um Halldór Laxness, afa Auðar.

Úr Skrýtnastur er maður sjálfur:

Bótólfur

Í Mosfellssveitinni skemmti fólk sér við að hrella hvert annað með draugasögum. Sérstaklega var fólki tíðrætt um Írafellsmóra, draug sem sveimaði um sveitir og angraði bændur. Sumir sveitungarnir höfðu það til siðs að skammta Írafellsmóra á jólanótt með því að setja matardall á afvikinn stað.

Fjölskylda Dóra var ekki hrifin af draugasögum, þau höfðu engan áhuga á draugum. Á móti kom að amma hans fór með undarlegar vísur sem heilluðu Dóra upp úr skónum, enda þótt hann skildi ekki bofs í þeim.

Guðný amma hans var orðin fjörgömul og lúin eftir langa og erfiða ævi. Samt vann hún ávallt sextán tíma á dag, prjónaði eða spann ull á rokk. Við þessa iðju sat hún á rúminu sínu með önugan kött til fóta og kallaði hann ýmist afmán eða kattarsmánina.

Dóri sat löngum stundum hjá ömmu sinni - sem inrætti honum að vera ætíð góður við þá sem eiga bágt og þá sem eru fátækir. Án efa átti hún sinn þátt í þeim eiginleika Dóra að sýna kotbændum jafn mikla virðingu og kóngum, hátterni sem einkenndi hann alla tíð.

En Dóri lærði líka dularfull orð af gömlu konunni á meðan hún fór með fornar vísur. Honum þótti gott að vísurnar voru óskiljanlegar, með því móti var honum frjálst að skilja þær eins og hann vildi.

Á meðan Dóri hlustaði á ömmu sína rann smám saman upp fyrir honum að orð eru mikilvæg. Hvert orð skapar sérstakan hljóm. Það getur léð vísu eða frásögn jafn mikinn hljóm og fiðlan sinfóníu - og frá blautu barnsbeini hafði hann hlýtt á tónlist sem færði honum tilfinningu fyrir hljómi og hrynjandi.

Þessi uppgötvun kveikti áráttuna að safna sérkennilegum orðum og leggja þau á minnið. Og honum þótti dásamlega gaman að skeggræða þau.

(29-30)

Fleira eftir sama höfund

Daarginds

Lesa meira

Folket i kjällaren

Lesa meira

Ósjálfrátt

Lesa meira

Fólkið í kjallaranum

  
Lesa meira

Litli lögfræðingurinn

Lesa meira

Stjórnlaus lukka

Lesa meira

Algjört frelsi

Lesa meira

Vetrarsól

Lesa meira

107 Reykjavík

Lesa meira