Beint í efni

Tungusól og nokkrir dagar í maí

Tungusól og nokkrir dagar í maí
Höfundur
Sigurlín Bjarney Gísladóttir
Útgefandi
Mál og menning
Staður
Reykjavík
Ár
2016
Flokkur
Ljóð

 

um bókina

Sorg og sár missir, ástin, einsemdin og vináttan eru viðfangsefni þessara ljóða. Sterkum og margvíslegum tilfinningum er hér af listfengi snúið í áhrifamikil ljóð.

Bókin skiptist í þrjá kafla. Í þeim fyrsta birtist okkur í ímyndaðri dagbók sjálf Látra-Björg, ákvæðaskáldið og kvenhetjan frá 18. öld sem hélt ótrauð og ein sína slóð.

Í næsta kafla eru formæður og fyrirmyndir hylltar og eftirminnilegum myndum brugðið upp af innri og ytri hamförum.

Þriðji kaflinn geymir svo aðra skáldskapardagbók, en í þetta sinn stendur nútímaskáldkona á krossgötum í margvíslegum skilningi og þarf að endurmeta líf sitt.

úr bókinni

Fjaðurmögnun

Fljúgandi
viðkvæmar og sterkar
magnaðar uppstreymi.

Fegurð í raunheimi, orðheimi,
ásýnd, áferð og hljómi.

Í sárum fellum við fjaðrir
svo nýjar brjótist út
úr lifrarrauðum og fjólubláum
taugum.

 

Fleira eftir sama höfund

Fjallvegir í Reykjavík

Lesa meira

Stínusögur

Lesa meira

Ég erfði dimman skóg

Lesa meira

Jarðvist

Lesa meira
sólrún

Sólrún

Glufa í kerfinu reyndist mín mesta gæfa.
Lesa meira

Undrarýmið

ég er hingað komin / í þennan skóg / til að finna froska, sporðdreka, snáka og mýs
Lesa meira

Svuntustrengur

Lesa meira