Jump to content
íslenska

Lífdagatal (Calendar of Life)

Lífdagatal (Calendar of Life)
Author
Sveinbjörn I. Baldvinsson
Publisher
Almenna bókafélagið
Place
Reykjavík
Year
1984
Category
Poetry

úr bókinni

Vatnsborð

Ég er pollur
og í mig detta
undarlegir
dropar

oft þyrla þeir
þungum dökkum kornum
upp af botninum

þó eru langvinnir þurrkar
mér skeinuhættari.

Móða

Við
erum tvöfalt gler

reynum að halda hitanum
inni
og kuldanum úti

komist eitthvað
á milli okkar

eru það mistök
í límingunni.

More from this author

Sólin er sprungin (The Sun is Shattered)

Read more

Stórir brúnir vængir og fleiri sögur (Big Brown Wings and Other Stories)

Read more

Í skugga mannsins (In a Man's Shadow)

Read more

Ljóð handa hinum og þessum (Poems for Others and Those)

Read more

Felustaður tímans (Times Hiding Place)

Read more

Stofa kraftaverkanna (Living Room of Miracles)

Read more

Hraunið (The Lava Field)

Read more

The Stone Tear

Read more

Tár úr Steini (The Stone Tear)

Read more