Jump to content
íslenska

Ljóð handa hinum og þessum (Poems for Others and Those)

Ljóð handa hinum og þessum (Poems for Others and Those)
Author
Sveinbjörn I. Baldvinsson
Publisher
Almenna bókafélagið
Place
Reykjavík
Year
1981
Category
Poetry

úr bókinni

Dagur fyrir jól

Það er enn kominn dagur

Sólin er búinn að kveikja
á grýlukertunum
og vindurinn
getur ekki slökkt á þeim

Bílar híma hvítfextir
með rassinn upp í vindinn
eða mjakast eftir
skítugum götunum

Afmyndaðar kjötbolludósir á færibandi

Grá andlit
þeysa um óravíddir búðarglugganna
með jólabrosið
frosið
á vörunum.

Kvöld fyrir jól

Það er margt fólk
í strætisvagninum

Maður í svörtum frakka
með remólaðislettu
fer heim og setur upp jólasvipinn

Gömul kona með bláa prjónahúfu
fer heim og setur upp
kartöflur

Fjögurra ára strákpatti
situr í kjöltu móður sinnar
og kyssir heiminn
í gegnum rúðuna

Á einni biðstöðinni
er jólasveinn að bíða
eftir mosfellssveitarrútunni.

More from this author

Sólin er sprungin (The Sun is Shattered)

Read more

Stórir brúnir vængir og fleiri sögur (Big Brown Wings and Other Stories)

Read more

Í skugga mannsins (In a Man's Shadow)

Read more

Lífdagatal (Calendar of Life)

Read more

Felustaður tímans (Times Hiding Place)

Read more

Stofa kraftaverkanna (Living Room of Miracles)

Read more

Hraunið (The Lava Field)

Read more

The Stone Tear

Read more

Tár úr Steini (The Stone Tear)

Read more