Beint í efni

Klukkuþjófurinn klóki

Klukkuþjófurinn klóki
Höfundur
Guðmundur Ólafsson
Útgefandi
Vaka-Helgafell
Staður
Reykjavík
Ár
1987
Flokkur
Barnabækur

Úr Klukkuþjófurinn klóki:

Hann gekk til áhorfenda sem sátu á fremsta bekk og leyfði þeim að þreifa á járninu til þess að þeir gætu sannfærst um að það væri ekta. Yngstu krökkunum leyfði hann að snerta hnyklaða upphandleggsvöðva sína. Síðan tók hann sér stöðu uppi á sviðinu. Hann hélt járninu milli beggja handa.

- Og nú ætlar sterkasti maður heims að BEYGJA ÞETTA SVERASTA JÁRN SEM NOKKURN TÍMA HEFUR VERIÐ BEYGT AF EINUM MANNI! tónaði Maggi kynnir.

Golíat tók á járninu. Og þvílík átök. Hann gretti sig og gaf frá sér háværar stunur, en ekkert gekk. Stöngin var jafn bein og áður. Hann var orðinn rauðblár í framan.

- Iss, hann getur þetta aldrei, sagði Himmi. Hann er ekkert sterkur.

- Þetta er bara Svenni Mundu, sagði einn af þeim yngstu.

- Taktu almennilega á stönginni, maður! hrópaði Tolli frændi. Taktu á!

(s. 44-45)

Fleira eftir sama höfund

Lísa og galdrakarlinn í Þarnæstugötu

Lesa meira

Fader vår

Lesa meira

Emil og Skundi

Lesa meira

Emil og Skundi - allar sögurnar

Lesa meira

Emil og Skundi - Ævintýri með afa

Lesa meira

Emil, Skundi og Gústi

Lesa meira

Heljarstökk afturábak

Lesa meira