Bókmenntamerkingar
Víða um borgina má finna skilti með upplýsingum um bókmenntalegar tengingar staðanna.

Langibar - Adlon
Adlon bar eða Langibar, eins og hann var kallaður í daglegu tali, stóð á milli Aðalstrætis 6 og 8, það er Morgunblaðshallarinnar og Fjalarkattarins sem þá var. Langibar var athvarf unga fólksins í Reykjavík og gekk af þeim sökum einnig undir nafninu „Ungverjaland“.
Hannes Hafstein - Hannesarholt
Hannesarholt stendur við Grundarstíg 10, en það var heimili ljóðskáldsins og ráðherrans Hannesar Hafstein (1861 – 1922). Hannes byggði húsið árið 1915 og bjó þar með fjölskyldu sinni til dauðadags.
Hressingarskálinn
Saga Hressingarskálans í Austurstræti nær aftur til ársins 1932 og varð staðurinn strax mjög vinsæll, ekki síst vegna bakgarðsins þar sem veitingar voru bornar fram á góðviðrisdögum. Meðal þeirra sem fljótlega fóru að sækja staðinn voru skáld og menntafólk.
Laugavegur 1
Laugavegurinn dregur nafn sitt af gömlu þvottalaugunum í Laugardal en þangað báru konur þvott frá Reykjavík til þess að þvo í heitu laugunum allt til ársins 1930.
Laugavegur 11
Laugavegurinn dregur nafn sitt af gömlu þvottalaugunum í Laugardal en þangað báru konur þvott frá Reykjavík til þess að þvo í heitu laugunum allt til ársins 1930.
Melkot
Melkot er fyrirmynd Brekkukots í skáldsögunni Brekkukotsannáll (1957) eftir Halldór Laxness. Melkot var einn af síðustu torfbæjunum í Reykjavík og stóð bærinn um það bil þar sem Ráðherrabústaðurinn við Tjarnargötu stendur í dag.
Pósthússtræti 5
Fyrsta bók Málfríðar Einarsdóttur (1899-1983), Samastaður í tilverunni, kom út þegar hún var á áttræðisaldri og vakti mikla athygli. Hún bjó lengi á efstu hæð pósthússins í Austurstræti, þar sem maður hennar Guðjón Eiríksson var húsvörður.
Svava Jakobsdóttir
Bókmenntamerkingin var afhjúpuð þann 7. október árið 2015 á Lestrarhátíð í Bókmenntaborg, sem tileinkuð var Svövu Jakobsdóttur (1930 - 2004). Svava var rithöfundur og leikskáld og er þekktust fyrir skáldsögur, smásögur og leikrit. Svava sat á Alþingi Íslendinga fyrir Alþýðubandalagið árin 1971 - 1979.
Tryggvi Emilsson
Tryggvi Emilsson rithöfundur (1902-1993) bjó hér í Blesugrófinni frá 1947 til 1956. Æviminningar hans eru mikilvæg heimild um líf og baráttu verkafólks á Íslandi á tuttugustu öld en þetta eru bækurnar Fátækt fólk, Baráttan um brauðið og Fyrir sunnan.
Ingólfur Arnarson
Ingólfur Arnarson er þekktastur landnámsmanna, hann kom hingað um árið 872 og var fyrstur til að nema land hér.
Jón Árnason
Jón Árnason (1819 – 1888) þjóðsagnasafnari var frumkvöðull í söfnun þjóðsagna á Íslandi.
Skáldastígur
Við Unuhús, sem stendur við Garðastræti 15, liggur örlítill stígur, svokallaður „Skáldastígur“ sem liggur niður að Mjóstræti í Grjótaþorpi.
Einar Benediktsson
Einar Benediktsson (1864-1940) skáld og athafnamaður bjó hér í Höfða á árunum 1914 til 1917. Einar var heimsborgari og hugsjónamaður, hann ferðaðist víða um lönd og hér heima lagði hann fram margar nýstárlegar hugmyndir sem hafa haldið nafni hans á lofti þótt ekki yrðu þær allar að veruleika. Það er þó fyrst og fremst ljóðlist Einars sem lifir, hann sendi frá sér fimm ljóðabækur og er talinn meðal helstu ljóðskálda íslensku þjóðarinnar.
Torfhildur Hólm
Torfhildur Þorsteinsdóttir Hólm (1845-1918) er jafnan kölluð fyrsti atvinnurithöfundur Íslands þar sem hún hlaut skáldalaun fyrst íslenskra höfunda.
Theodóra Thoroddsen
Theódóra Thoroddsen (1863-1954) skáld er einkum þekkt fyrir þulur sínar. Þær voru fyrst gefnar út á bók árið 1916 með myndskreytingum Guðmundar Thorsteinsson (Muggs), systursonar hennar. Bókin var endurútgefin árið 1938 og myndskreytti Sigurður Thoroddsen ásamt Muggi þá útgáfu sem hefur síðan verið endurútgefin þrisvar, síðast árið 2000. Ritsafn Theódóru kom síðan út árið 1960.
Goðahverfið
Í kringum Skólavörðuholtið eru götur sem sækja nöfn í norræna goðafræði. Þar eru til að mynda Freyjugata, Njarðargata, Urðarstígur, Lokastígur, Nönnugata, Haðarstígur og Þórsgata. Hverfið er stundum kallað „goðahverfið“ af þessum sökum og mun það raunar upphaflega hafa átt að heita Ásgarður, en nafnið vann sér ekki sess.