Beint í efni

Bréf til mömmu

Bréf til mömmu
Höfundur
Mikael Torfason
Útgefandi
Sögur
Staður
Reykjavík
Ár
2019
Flokkur
Skáldsögur,
 Ævisögur og endurminningar

Um bókina 

„Ég skrifa þetta bréf til þín, mamma, í þeirri von að okkur báðum muni líða betur. Þótt frásögnin vilji lúta sínum eigin lögmálum og geti verið grimmileg hefur hún heilunarmátt. Vonandi.“

Bréf til mömmu er einlæg frásögn Mikaels Torfasonar um æsku hans. Bókin er sjálfstæður hluti í ótrúlegri fjölskyldusögu höfundar.

Úr Bréfi til mömmu

Jú, við skiljum hvort annað, mamma, held ég. Öllu heldur veit ég að þú myndir í það minnsta segjast skilja mig. Og þú hefðir sagt mér það ef ég hefði sagt þér frá þessari reynslu minni í Kent á Englandi þegar þú hringdir og lagðist á stofugólfið heima hjá þér.
  "Ég skil þig, Míkael," hefðirðu sagt og faðmað mig gegnum símann.
  Ég hefði átt að leggjast á gólfið líka og koma mér fyrir í fósturstellingu fyrir framan símann minn. Við hefðum legið saman á gólfinu. Ég í Berlín og þú í Reykjavík.
  "Ég mun aldrei fyrirgefa mér," sagðirðu og áttir við að þú hefðir ekki staðið með mér þegar ég var veikur og átti að deyja fyrir Vottana.
  Ég kinkaði kolli. Ég hef heyrt þetta svo oft áður. Við erum föst í þessari hringekju. Förum hring eftir hring. Vorum að ræða þetta fyrir ári og í hittifyrra og fyrir tíu árum og tuttugu og þrjátíu árum. Ég held að þú hafir sagt mér þetta allt fyrir fjörutíu árum líka. Ég hef talað við þig um þetta í eldhúsi í Breiðholti, staðið yfir þér við rúm í Grafarvogi og setið með þér grátandi á geðdeild. Þetta eru alltaf sömu samræðurnar og við viljum bæði reyna að skilja hvort annað. Síðan leiðir skildi fyrir fjörutíu árum, þegar ég losnaði við stómapokann og við vorum um tíma bæði brottrekin úr Vottunum, þá hófst þetta ferðalag þar sem við reynum að skilja hvort annað en náum ekki saman.
  Þetta er sagan endalausa. Sagan okkar, mamma. Við þreytumst aldrei á að segja þessa sögu. Fara yfir hana saman. Þú munt aldrei fyrirgefa þér og ég mun aldrei hætta að sakna þín. Þetta virðist pattstaða og engin leið út.

(27-28)

 

 

Fleira eftir sama höfund

Bróðir minn og bróðir hans

Lesa meira

Saga af stúlku

Lesa meira

Verdens værste far

Lesa meira

Maailman tyhmin isä

Lesa meira

Síðustu dagar Kjarvals

Lesa meira

Harmsaga

Lesa meira

Hinn fullkomni maður

Lesa meira