Beint í efni

Hvernig gerirðu konuna þína hamingjusama: skemmtilegra kynlíf, fallegri samskipti, meira sjálfsöryggi

Hvernig gerirðu konuna þína hamingjusama: skemmtilegra kynlíf, fallegri samskipti, meira sjálfsöryggi
Höfundur
Þorgrímur Þráinsson
Útgefandi
Andi ehf
Staður
Reykjavík
Ár
2007
Flokkur
Annað

Úr formála höfundar:

Ég var staddur í verslunarmiðstöðinni Pentagon í Washington DC í Bandaríkjunum í júlí 2006, ásamt eiginkonu minni, þegar hugmyndinni laust niður. Næstu klukkutímana lagði ég svörtu minnisbókina ekki frá mér og komst varla úr sporunum. Hló annað slagið að vitleysunni sem flaug inn í kollinn og krafðist þess að komast á blað. Hugmyndum rigndi og ég áttaði mig á því að bókin myndi nánast skrifa sig sjálf í ljósi tuttugu ára reynslu af sambúð.

Þegar við hjónin kysstumst á leið upp rúllustiga í verslunarmiðstöðinni tók ég eftir fallegri konu sem var á leið niður stigann við hlið okkar. Hagnýtt ráð varð til með það sama. Ef þú ert að kyssa konuna þína undir þessum kringumstæðum og sérð aðra fallega konu, ekki horfa á hana nema þú sért vel rakaður því annars gætirðu rispað eiginkonu þína. Til allrar hamingju eru flestar konur það öruggar með sig að þær kippa sér ekki upp við það þótt eiginmaðurinn taki eftir öðrum fallegum konum. Karlmaður sem tekur ekki eftir öðrum konum, eða þykist ekki taka eftir þeim af ótta við afbrýðisemi eiginkonunnar, ætti að hugsa sinn gang. Og afbrýðisöm eiginkona, eða eiginmaður, eru ekki í góðum málum. Afbrýðisemi á í flestum tilfellum rætur að rekja til skorts á sjálfstrausti. Fyrir því geta legið ýmsar ástæður.

Hvernig gerirðu konuna þína hamingjusama er ekki fræðilegt rit. Bókin er að mestu leyti skrifuð út frá minni persónulegri reynslu og engir tveir karlmenn eru eins. Og því síður tvö hjónabönd. Dásemdir lífsins felast í fjölbreytileikanum. Það er kostur að sjá spaugilegu hliðar sambúðar og hafa húmor fyrir sjálfum sér. Það sem hlægir mig, getur hugsanlega grætt aðra. Og það sem mér þykir undarlegt er jafnvel daglegt brauð hjá öðrum. Einhver sagði að það væri fullkomin heimska að deila um smekk og líklega eru það orð að sönnu.

Fleira eftir sama höfund

Litla rauða músin

Lesa meira

Steina-Petra

Lesa meira

Goðsögnin

Lesa meira

Áfram, hærra!: Knattspyrnufélagið Valur í 100 ár, 1911-2011

Lesa meira

Krakkinn sem hvarf

Lesa meira

Margt býr í myrkrinu

Lesa meira

Meistari Jón : predikari af Guðs náð

Lesa meira

Nóttin lifnar við

Lesa meira

Spor í myrkri

Lesa meira