Beint í efni

Íslenzk myndlist á 19. og 20. öld, I

Íslenzk myndlist á 19. og 20. öld, I
Höfundur
Björn Th. Björnsson
Útgefandi
Helgafell
Staður
Reykjavík
Ár
1964
Flokkur
Fræðibækur

Úr formála:

Fáum mun ljósara en höfundi þessarar bókar, af hverjum vanefnum hún er saman sett. Þegar listasögur eru skrifaðar erlendis, liggur jafnan fyrir all tæmandi könnun á verkum hinna einstöku manna, þannig að höfundur safnritsins hefur að miklum hluta valinn og reyndan efnivið í höndum. Hér á landi er engu slíku fyrir að fara. Söguleg sérrit eru fá til um íslenzka listamann; jafnvel brautryðjendum íslenzkrar myndlistar á þessari öld hafa ekki verið gerð nein slík skil. Listsögulegt heimildasafn er hvergi að finna, ljósmyndasafn ekki heldur, og þaðan af síður safn af sýningarskrám, en þeim er jafn glathætt sem þær eru mikilsverðar heimildir. Í riti þessu hefur að vísu verið leitað  til allra tiltækra frumheimilda, auk listaverkanna sjálfra, í blöðum, tímaritum, bókum, sýningarskrám og bréfum, en þar sem þær hefur þrotið, hefur oft orðið að byggja á minni listamannanna sjálfra eða til þess reynt að komast að hinu rétta eftir öðrum leiðum. Samt sem áður er hætt við því, að í þessu efni séu glompur eða missagnir. Þeta er fyrsta tilraunin til sögulegs yfirlits íslenzkrar myndlistar, og sem öll frumsmíð önnur mun hún standa til margvíslegra bóta. Ályktanir mínar og listrænt mat hlýt ég að leggja undir dóm tímans.

Fleira eftir sama höfund

Norræn málaralist: Expressionisminn ryður sér braut

Lesa meira

Brotasaga

Lesa meira

Brotasilfur

Lesa meira

Byltingarbörn

Lesa meira

Íslenzk myndlist á 19. og 20. öld, II

Lesa meira

Íslenzka teiknibókin í Árnasafni

Lesa meira

Íslenzkt gullsmíði

Lesa meira

Aldaslóð

Lesa meira

Aldateikn

Lesa meira