Beint í efni

Lífdagatal

Lífdagatal
Höfundur
Sveinbjörn I. Baldvinsson
Útgefandi
Almenna bókafélagið
Staður
Reykjavík
Ár
1984
Flokkur
Ljóð

úr bókinni

Vatnsborð

Ég er pollur
og í mig detta
undarlegir
dropar

oft þyrla þeir
þungum dökkum kornum
upp af botninum

þó eru langvinnir þurrkar
mér skeinuhættari.

Móða

Við
erum tvöfalt gler

reynum að halda hitanum
inni
og kuldanum úti

komist eitthvað
á milli okkar

eru það mistök
í límingunni.

Fleira eftir sama höfund

Sólin er sprungin

Lesa meira

Stórir brúnir vængir og fleiri sögur

Lesa meira

Í skugga mannsins

Lesa meira

Ljóð handa hinum og þessum

Lesa meira

Felustaður tímans

Lesa meira

Stofa kraftaverkanna

Lesa meira

Lífdagar

Lesa meira

Hraunið

Lesa meira

The Stone Tear

Lesa meira