Beint í efni

Stórir brúnir vængir og fleiri sögur

Stórir brúnir vængir og fleiri sögur
Höfundur
Sveinbjörn I. Baldvinsson
Útgefandi
Almenna bókafélagið
Staður
Reykjavík
Ár
1989
Flokkur
Smásögur

um bókina

Stórir brúnir vængir er fyrsta lausamálsbók Sveinbjörns I. Baldvinssonar. Í bókinni eru fimm sögur: Stórir brúnir vængir, Stjörnur Cesars, Hitt augað, Icemaster og Æfing.

úr bókinni

Auðvitað breyttist Jón. Það var eins og hann væri alltaf að hugsa um eitthvað annað en það sem var að gerast í kringum hann.
   Kvöld eitt lágu þau bæði uppi í rúmi og voru að lesa. Jón leit upp frá Alistair MacLean í orrahríðinni miðri og horfði upp í loftið drjúga stund. Svo lagði hann bókina frá sér, tók úr henni bókarmerkið, leit á Auði og horfði þögull á hana lesa. Hún hætti brátt að fylgjast með því hvað hún var að lesa, því hún var að velta fyrir sér hvað Jón gæti verið að hugsa. En hún hélt áfram að renna augunum yfir stafina á síðunni.
   - Hvað ertu að lesa? Spurði Jón loks.
   - Agötu Kristí, sagði Auður og sýndi Jóni kápuna á bókinni. Jón leit ekki á hana heldur horfði beint framan í Auði.
   - Veistu af hverju? ...Veistu afhverju svona margir hafa gaman að lesa þetta?
   - Tja þetta er voða spennandi saga. Það er maður sem kemur um kvöld að stóru húsi og - -
   Hún þagnaði.
   Það varð löng þögn. Auður hélt að Jón ætlaði að segja eitthvað meira, en það kom ekkert. Hann lá bara á hliðinni og horfði út í loftið framhjá henni. Svo velti hann sér á bakið og sagði:
   - Það er af því að fólk er leitt á veruleikanum og hrætt við hann líka, svo það er guðsfegið að losna. Geta hætt að hugsa. Ég hef alltaf verið svona líka, en núna... núna er veruleikinn allt í einu orðinn dýrmætur fyrir mig. Bara hversdagslegir hlutir... Hugsaðu þér... Allur þessi tími... sem bara fer...
   Hann þagnaði, sneri sér aftur að Auði og rétti út höndina. Auður lagði frá sér bókina og þau hjúfruðu sig hvort að öðru, eins og þeim hefði allt í einu orðið kalt.
   - Heldurðu að ég sé orðinn vitlaus?
   Auður hristi höfuðið.

(50-51)

 

 

 

Fleira eftir sama höfund

Sólin er sprungin

Lesa meira

Í skugga mannsins

Lesa meira

Ljóð handa hinum og þessum

Lesa meira

Lífdagatal

Lesa meira

Felustaður tímans

Lesa meira

Stofa kraftaverkanna

Lesa meira

Lífdagar

Lesa meira

Hraunið

Lesa meira

The Stone Tear

Lesa meira