Beint í efni

Ógnir Einidals

Ógnir Einidals
Höfundur
Guðjón Sveinsson
Útgefandi
Oddur Björnsson
Staður
Akureyri
Ár
1968
Flokkur
Barnabækur

Úr Ógnir Einidals:

„Ég ætla rétt aðeins að hlusta á veðurfréttirnar,“ sagði Bolli og teygði sig í litla transistor-viðtækið sitt. Hann opnaði það. Suðið frá því barst um tjaldið. Skyndilega heyrðist stöð koma inn og virtist óvenjulega sterk, svo Bolli dró niður í tækinu. En um leið heyrðist í því: „T. F. Ö. Ö., T. F. Ö. Ö. Halló: T. F. Ö. Ö. – XZ kallar. skipti.“ Og stöðin hvarf út. „Hvað er nú þetta? Hvaða stöð er þetta?“ spurði Addi stóreygur. „Það hef ég ekki hugmynd um,“ svaraði Bolli. Ég hef aldrei heyrt í svona stöðvum á þessu tæki. En nú kom stöðin inn aftur: „T. F. Ö. Ö. – T. F. Ö. Ö. – XZ svarar: Allt í lagi aftur. Kem tuttugasta og sjöunda. – Farinn.“ Og stöðin hvarf á ný, og heyrðist aðeins dauf suða í tækinu. „Þetta voru eitthvað skrítin skilaboð, það verð ég að segja,“ sagði Skúli. „Já, eitthvað er einkennilegt við þau, og skrítið að þau skyldu heyrast í tækinu,“ sagði Bolli. „Ætli það geti verið, að sá sem sent hefir þetta, sé hér mjög nálægt? Ég held semsé, að sé sendistöð mjög nálægt viðtæki, þá heyrist í því, alveg sama á hvaða bylgjulend það er stillt,“ sagði Addi.

(s. 53-54)

Fleira eftir sama höfund

Brot úr dagbók sjómanns: Skáldsöguleg skýrsla

Lesa meira

Kvöldstund með pabba - Lítil saga handa börnum

Lesa meira

Saga af Frans litla fiskastrák

Lesa meira

Sagan af Daníel I : Undir bláu augliti eilífðarinnar

Lesa meira

Sagan af Daníel II : Vetur og vorbláar nætur

Lesa meira

Sagan af Daníel III : Á bárunnar bláu slóð

Lesa meira

Sagan af Daníel IV : Út úr blánóttinni

Lesa meira

Kettlingurinn Fríða fantasía og rauða húsið í Reyniviðargarðinum

Lesa meira

Með eitur í blóðinu

Lesa meira