Beint í efni

Öskraðu gat á myrkrið

Öskraðu gat á myrkrið
Höfundur
Bubbi Morthens
Útgefandi
Mál og menning
Staður
Reykjavík
Ár
2015
Flokkur

úr bókinni

9

skuggi þinn læðist um ganga
leitar útgöngu
karon bíður í svörtum bmw
akkeron breiðgatan auð
ekkert gull undir tungurótina

hugstola af löngun
til að fylla kok þitt doða
finna framtennurnar
hverfa
fá aftur röntgensjónina
gleypa paranojuna
æla auðmýktinni
yfir andlit morgundagsins
finna manndóm þinn aftur
verða lifandi fullur af dauða
henda leigusalanum út
segja ískaldri röddu
jesús... djöfullinn bauð betur

kviksettur sjálfviljugur
dagurinn varð að nótt

bakvið bleika tunguna
er myrkur daga þinna
án lyginnar ertu ekkert

eða getur verið
að djúpt inní sólkerfi flótta þíns
örli á sannleika

þú færð að tóra
sjálfur orðinn hálfsannleikur
sannleikurinn skiptimynt
á borði lyginnar

í vökunni rifjar þú upp
manst hvít fjöll á gleri
rúnum rist andlit
bari fulla fögnuði
sem flóði útá strætin
andlit án kennileita
augu full af farsímum
með enga inneign

að muna er að deyja
að gleyma er að ferðast

Fleira eftir sama höfund

orð, ekkert nema orð

Orð, ekkert nema orð

og niðrí myrkrinu má sjálfsagt finna tilgang.
Lesa meira

Velkomin

Lesa meira

Hreistur

Lesa meira

Að kasta flugu í straumvatn er að tala við guð

Lesa meira

Djúpríkið

Lesa meira

Bubbi - samtalsbók

Lesa meira