Beint í efni

Risinn eigingjarni

Risinn eigingjarni
Höfundur
Óskar Árni Óskarsson
Útgefandi
Bjartur
Staður
Reykjavík
Ár
2001
Flokkur
Íslenskar þýðingar

Barnabók eftir Oscar Wilde: The Selfish Giant. Myndlýsingar eftir Áslaugu Jónsdóttur.

Úr Risanum eigingjarna:

Þegar börnin komu heim úr skólanum síðla dags voru þau vön að leika sér í garði risans.
Þetta var stór og fallegur garður með mjúkum grænum grasvelli. Hér og þar teygðu sig skrautleg blóm líkt og blikandi stjörnur upp úr grasinu.
Fuglarnir settust í trén og sungu svo blíðlega að börnin hættu leik sínum til að hlusta. Hér er gott að vera! kölluðu þau hvert til annars.
Dag einn kom risinn til baka. Hann hafði farið að heimsækja vin sinn, tröllið í Cornwall, og dvalist hjá honum í sjö ár. En þá var hann búinn að segja allt sem hann hafði að segja, enda umræðuefni hans mjög takmarkað og hann ákvað því að snúa aftur til kastalans. Þegar þangað kom sá hann börnin að leik í garðinum.

(s. 5-10)

Fleira eftir sama höfund

Poesia e spiritualità. Anno II n. 4

Lesa meira

Ljóð í Neue Lyrik aus Island

Lesa meira

Kuðungasafnið

Lesa meira

Það sem við tölum um þegar við tölum um ást

Lesa meira

Das Glitzern der Heringsschuppe in der Stirnlocke. Ein isländisches Familienporträt.

Lesa meira

Einnar stjörnu nótt

Lesa meira

Nokkrar línur um ljóðlist

Lesa meira

Kæra Greta Garbo og aðrar sögur

Lesa meira

Kötturinn og kölski

Lesa meira